Umfjöllun: Grindjánar skotnir í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 29. mars 2010 19:39 Það var ekkert gefið eftir í Hólminum í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum eftir 17 stiga sigur á Grindavík, 110-93, í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar mættu gríðarlega grimmir til leiks enda með bakið upp við vegginn. Tap var sama og sumarfrí. Darrell Flake og Páll Axel fundu sig strax vel og öll skot liðsins fóru ofan í körfuna. Grindvíkingar klikkuðu ekki á skoti fyrr en eftir rúmar fimm mínútur. Grindavík komst í 5-13 en þá var eins og það væri ýtt á takka því leikmenn liðsins urðu allt í einu ískaldir. Snæfell nýtti sér það með 13-5 kafla, sigldi fram úr en Grindavík skoraði síðustu körfu síðasta leikhluta og leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Snæfell tók frumkvæðið strax í upphafi annars leikhluta en bæði lið spiluðu afar hraðan körfubolta og það var mikið skorað. Páll Axel var að spila vel fyrir Grindavík sem var ánægjulegt fyrir gestina enda hefur Páll oftar en ekki átt erfitt uppdráttar í stóru leikjunum. Sean Burton datt í stuð og fór að raða niður svakalegum þriggja stiga körfum fyrir Snæfell. Páll Axel kórónaði frábæran fyrri hálfleik hjá sér með magnaðri þriggja stiga körfu er leiktíminn rann út. 55-57 í hálfleik og Páll Axel kominn með 22 stig. Flake var með 13 og Brenton 12. Hjá Snæfell var Hlynur atkvæðamestur í fyrri hálfleik með 12 stig og 6 fráköst. Burton og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir 11 stig. Liðin slógu ekkert af í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram að spila afar hraðan bolta. Jón Ólafur datt í stuð hjá Snæfell sem náði átta stiga forskoti, 77-69, og þá greip Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í taumana og tók leikhlé. Það hlé skilaði litlu því Snæfell hélt áfram að hitta mjög vel. Snæfell vann leikhlutann 34-18 og leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 14 stigum, 89-75. Grindavík byrjaði lokaleikhlutann vel og saxaði hratt á forskot heimamanna sem voru í stökustu vandræðum í sókninni. 89-83 og leikurinn að opnast aftur. Ingi Þór tók þá leikhlé hjá Snæfelli, róaði sína menn og það reyndist afar góð ákvörðun. Snæfell kom út á völlinn aftur, fór að spila sinn leik og náði 15 stiga forskoti, 100-85, þegar fimm mínútur voru eftir. Þriggja stiga hittni Snæfells var í ruglinu og það fór bókstaflega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna hjá þeim. Við því átti Grindavík ekkert svar. 108-85 þegar þrjár og hálf var eftir. Stuðningsmenn Snæfells skemmtu sér það sem eftir var við að stríða Grindvíkingum enda var sigurinn þeirra, 110-93.Snæfell-Grindavík 110-93 (55-57)Stig Snæfells: Sean Burton 24 (11 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 23 (14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 20, Sigurður Á. Þorvaldsson 18 (8 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Martins Berkis 8, Emil Þór Jóhannsson 5, Sveinn Arnar Davíðsson 2.Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Darrell Flake 24 (7 fráköst), Brenton Joe Birmingham 12 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ómar Örn Sævarsson 10, Arnar Freyr Jónsson 5 (10 stoðsendingar), Þorleifur Ólafsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira