Bíll forystumannsins góður á götum Singapúr 21. september 2010 15:37 Mark Webber í flóðljósunum í Singapúr í fyrra. Mynd: Getty Images Mark Webber sem er efstur í stigamóti ökumanna telur að Red Bull bíllinn henti vel á götur Singapúr, en keppt verður á brautinni um helgina. Webber var ekki meðal þeirra fremstu í síðustu keppni, á Monza á Ítalíu, en náði engu síður forystu í stigamótinu, eftir að Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik. Fimm ökumenn berjast um titilinn og þéttist hópurinn eftir síðustu keppni, hvað stigastöðuna varðar. "Ég kann vel við Singapúr og mótið er óvenjulegt þar sem keppt er að næturlagi. Áhorfendur virðast mjög nærri brautinni, þannig að þetta er heimilislegt", sagði Webber um mótið í tilkynningu frá Red Bull á f1.com. "Ég vonast til að bæta árangur minn frá því í fyrra og þar sem þetta er braut sem krefst mikils niðurtogs frá yfirbyggingunni ætti mótið að henta okkar bíl. Brautinni svipar til Mónakó og Búdapest og okkur gekk vel á þeim brautum. Ég vonast því eftir hagstæðum úrslitum. Við eigum enn eftir að upplifa rigningu á flóðlýstri braut og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það rignir", sagði Webber. Stigastaða efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 187, 2. Lewis Hamilton, McLaren 182, 3. Fernando Alonso, Ferrari 166, 4. Jenson Button, McLaren Mercedes 165, 5. Sebastian Vettel, Red Bull 163. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber sem er efstur í stigamóti ökumanna telur að Red Bull bíllinn henti vel á götur Singapúr, en keppt verður á brautinni um helgina. Webber var ekki meðal þeirra fremstu í síðustu keppni, á Monza á Ítalíu, en náði engu síður forystu í stigamótinu, eftir að Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik. Fimm ökumenn berjast um titilinn og þéttist hópurinn eftir síðustu keppni, hvað stigastöðuna varðar. "Ég kann vel við Singapúr og mótið er óvenjulegt þar sem keppt er að næturlagi. Áhorfendur virðast mjög nærri brautinni, þannig að þetta er heimilislegt", sagði Webber um mótið í tilkynningu frá Red Bull á f1.com. "Ég vonast til að bæta árangur minn frá því í fyrra og þar sem þetta er braut sem krefst mikils niðurtogs frá yfirbyggingunni ætti mótið að henta okkar bíl. Brautinni svipar til Mónakó og Búdapest og okkur gekk vel á þeim brautum. Ég vonast því eftir hagstæðum úrslitum. Við eigum enn eftir að upplifa rigningu á flóðlýstri braut og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það rignir", sagði Webber. Stigastaða efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 187, 2. Lewis Hamilton, McLaren 182, 3. Fernando Alonso, Ferrari 166, 4. Jenson Button, McLaren Mercedes 165, 5. Sebastian Vettel, Red Bull 163.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira