Vettel: Kómískt ástand hjálpar í titilslagnum 27. júlí 2010 11:54 Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Þýskalandi á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel. Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel.
Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira