Webber: Heimasigur væri kærkominn 25. mars 2010 14:41 Mark Webber var á fundi með blaðamönnum í Melbourne í dag og líst vel á mótshelgina á heimavelli. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð." Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð."
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira