Mercedes á enn möguleika á meistaratitlum 18. júní 2010 11:21 Nico Rosberg, Michael Schumacher og Ross Brawn eru trúlega ekki sérlega ánægðir með stöðu mála hjá Mercedes, en vinna að endurbótum á bílnum með liðsmönnum sínum. Mynd: Getty Images Ross Brawn framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins, með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg innanborðs telur að enn sé möguleiki á meistaratitlum. Hann vann tvöfalt í fyrra með Jenson Button og Brawn liðinu, áður en hann seldi Mercedes lið sitt. "Með nýja stigakerfinu sem notað er, þá erum við enn með möguleika gegn forystumönnunum og munum þróa bíl okkar til að verða samkeppnisfærari. Það er lítill munur á því hvort menn vinna eða tapa", sagði Brawn í frétt á autosport.com í dag. Fyrsta sætið gefur 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12 og síðan næstu sæti á eftir færri. Mercedes er 107 stigum á eftir McLaren sem er efst að stigum í keppni bílsmiða og Nico er með 74 stig í keppni ökumanna, Schumacher 34, en Lewis Hamilton er efstur með 109 stig. Mercedes gekk ekki nógu vel í tímatökum í síðasta móti og það kom niður á árangri liðsins, en Brawn vill meina að liðið hafi haft góðan keppnishraða á götum Melbourne. "Nico var einn sá fljótasti í keppninni og hann komst úr miðjum hóp í sjött sætið. Michael gerði góða hluti, en skemmdur framvængur og sprungið dekk varð honum til trafala í mótinu. Við vorum of bjartsýnir varðandi notkun á mjúku dekkjunum og það olli honum vandræðum." Næsta mót er á götum Valencia og liggur m.a. um hafnarsvæði borgarinnar að stærstum hluta. "Brautin er svipuð og í Montreal. Langir beinir kaflar eru tengdir hægum beygjum sem hentar okkar bíl. Við verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í að færa okkur ofar", sagði Brawn. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ross Brawn framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins, með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg innanborðs telur að enn sé möguleiki á meistaratitlum. Hann vann tvöfalt í fyrra með Jenson Button og Brawn liðinu, áður en hann seldi Mercedes lið sitt. "Með nýja stigakerfinu sem notað er, þá erum við enn með möguleika gegn forystumönnunum og munum þróa bíl okkar til að verða samkeppnisfærari. Það er lítill munur á því hvort menn vinna eða tapa", sagði Brawn í frétt á autosport.com í dag. Fyrsta sætið gefur 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12 og síðan næstu sæti á eftir færri. Mercedes er 107 stigum á eftir McLaren sem er efst að stigum í keppni bílsmiða og Nico er með 74 stig í keppni ökumanna, Schumacher 34, en Lewis Hamilton er efstur með 109 stig. Mercedes gekk ekki nógu vel í tímatökum í síðasta móti og það kom niður á árangri liðsins, en Brawn vill meina að liðið hafi haft góðan keppnishraða á götum Melbourne. "Nico var einn sá fljótasti í keppninni og hann komst úr miðjum hóp í sjött sætið. Michael gerði góða hluti, en skemmdur framvængur og sprungið dekk varð honum til trafala í mótinu. Við vorum of bjartsýnir varðandi notkun á mjúku dekkjunum og það olli honum vandræðum." Næsta mót er á götum Valencia og liggur m.a. um hafnarsvæði borgarinnar að stærstum hluta. "Brautin er svipuð og í Montreal. Langir beinir kaflar eru tengdir hægum beygjum sem hentar okkar bíl. Við verðum með nýja hluti í bílnum, sem er liður í að færa okkur ofar", sagði Brawn.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira