Arftakar Stiegs Larsson bíða í röðum eftir tækifæri 2. desember 2010 08:00 Stieg Larsson Bókaforlög keppast um að finna hinn nýja <B>Stieg Larsson</B>. Hjorth & Rosenberg, <B>Åsa Larsson</B> og <B>Lars Kepler</B> eru öll mögulegir arftakar. Engin ný bók eftir Stieg Larsson kemur út fyrir þessi jól og keppast bókaforlög því um að nefna til sögunnar hina nýja Larsson í sænska glæpatómarúminu sem nú hefur myndast. Vinsældir Millennium-þríleiks sænska rithöfundarins Stiegs Larsson hafa orðið til þess að bókaforlög keppast nú um að nefna til sögunnar hinn næsta Stieg Larsson, rétt eins og keppt var um að finna hinn næsta Dan Brown eftir útgáfu Da Vinci-lykilsins. Millennium-bækurnar verða ekki fleiri og því hefur ákveðið glæpatómarúm myndast sem nú þarf að fylla. Åsa larsson Bókaforlagið Bjartur, sem gaf út bækurnar eftir Stieg Larsson, kynnir nú fyrstu bókina í nýrri glæpasagnaröð eftir Svíana Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt. Þeir eru á fimmtugsaldri og hafa getið sér gott orð sem handritshöfundar að sjónvarpsþáttum í heimalandi sínu. Bókin nefnist Maðurinn sem var ekki morðingi og er kynnt sem næsta sprengja á eftir Stieg Larsson. Hún fjallar um hrokafullan réttarsálfræðing sem dregst inn í rannsókn lögreglunnar á morði á sextán ára pilti. „Larsson lifir“ er tvíræð yfirskrift auglýsingar Forlagsins um bækur sænska krimmahöfundarins Åsa Larsson. Tímaritið Elle segir hana drottningu sænskra glæpasagna og annars staðar er hún borin saman við landa sinn Henning Mankell, Arnald Indriðason og norska höfundinn Karin Fossum. Eins og með Stieg Larsson, hafa tvær bækur Åsa Larsson verið kvikmyndaðar í Svíþjóð auk þess sem kvikmyndarétturinn hefur verið seldur til Bandaríkjanna. Forlagið auglýsir einnig nýja bók, Dávaldinn, eftir hinn fyrrum dularfulla höfund, Lars Kepler. Raunverulegu höfundunum tveimur, hjónunum Alexöndru og Alexander Ahndoril, hefur verið lýst sem „verðugum arftökum höfundar Millennium-bókanna“. Fleiri höfundar hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Stiegs Larsson. Í dagblaðinu New York Times birtist grein þar sem Yrsa Sigurðardóttir var nefnd í því samhengi ásamt Henning Mankell og landa hans frá Svíþjóð, Kjell Eriksson, auk Norðmannsins Jo Nesbø, sem skrifar glæpasögur um leynilögreglumanninn Harry Hole, og Karin Fossum. Ekki má heldur gleyma Svíanum Jens Lapidus sem skrifar á raunsæjan hátt um sænsku undirheimana. „Við erum ánægð með að Stieg Larsson og Henning Mankell skuli hafa opnað dyrnar fyrir okkur,“ sagði Nesbø í viðtali við Reuters um norska glæpahöfunda. „Einu sinni ferðuðumst við alltaf til Spánar til að kynna bækurnar okkar en núna komu allt í einu sjö spænskir blaðamenn til Óslóar til að hitta okkur. lars kepler Vinsældir Stiegs Larsson þar hafa því haft mikið að segja.“ Sveinn Sverrisson, verslunarstjóri í Eymundsson, Kringlunni, telur að sú aðferð forlaga að auglýsa höfunda sem arftaka Stiegs Larsson virki mjög vel í löndum utan Skandinavíu, þar á meðal í Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfiðara sé að sannfæra Íslendinga og aðra Norðurlandabúa um þetta, enda þekkja þeir mun betur til norrænu krimmahefðarinnar. „Þegar það er verið að segja að allir séu næstu Stieg Larsson er erfitt að geta sagt hver það er í raun og veru. Ég held að það sé meira verið að spá í hver er næsti forvígismaður norræna krimmans. Hver er frambærilegasti höfundurinn til að kynna utan Skandinavíu sem arftaka. Við eigum okkar Larsson í Arnaldi og Yrsa er líka að koma sterk til leiks í útflutningi,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann að erfitt verði að feta alveg í fótspor Stiegs Larsson. „Það nær enginn að skrifa þrjár bækur og deyja áður en þær koma út. Það er mystíkin sem Larsson hefur vegna þess. Ég held samt að það séu margir sem geta skrifað jafngóða krimma.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Sjá meira
Engin ný bók eftir Stieg Larsson kemur út fyrir þessi jól og keppast bókaforlög því um að nefna til sögunnar hina nýja Larsson í sænska glæpatómarúminu sem nú hefur myndast. Vinsældir Millennium-þríleiks sænska rithöfundarins Stiegs Larsson hafa orðið til þess að bókaforlög keppast nú um að nefna til sögunnar hinn næsta Stieg Larsson, rétt eins og keppt var um að finna hinn næsta Dan Brown eftir útgáfu Da Vinci-lykilsins. Millennium-bækurnar verða ekki fleiri og því hefur ákveðið glæpatómarúm myndast sem nú þarf að fylla. Åsa larsson Bókaforlagið Bjartur, sem gaf út bækurnar eftir Stieg Larsson, kynnir nú fyrstu bókina í nýrri glæpasagnaröð eftir Svíana Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt. Þeir eru á fimmtugsaldri og hafa getið sér gott orð sem handritshöfundar að sjónvarpsþáttum í heimalandi sínu. Bókin nefnist Maðurinn sem var ekki morðingi og er kynnt sem næsta sprengja á eftir Stieg Larsson. Hún fjallar um hrokafullan réttarsálfræðing sem dregst inn í rannsókn lögreglunnar á morði á sextán ára pilti. „Larsson lifir“ er tvíræð yfirskrift auglýsingar Forlagsins um bækur sænska krimmahöfundarins Åsa Larsson. Tímaritið Elle segir hana drottningu sænskra glæpasagna og annars staðar er hún borin saman við landa sinn Henning Mankell, Arnald Indriðason og norska höfundinn Karin Fossum. Eins og með Stieg Larsson, hafa tvær bækur Åsa Larsson verið kvikmyndaðar í Svíþjóð auk þess sem kvikmyndarétturinn hefur verið seldur til Bandaríkjanna. Forlagið auglýsir einnig nýja bók, Dávaldinn, eftir hinn fyrrum dularfulla höfund, Lars Kepler. Raunverulegu höfundunum tveimur, hjónunum Alexöndru og Alexander Ahndoril, hefur verið lýst sem „verðugum arftökum höfundar Millennium-bókanna“. Fleiri höfundar hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Stiegs Larsson. Í dagblaðinu New York Times birtist grein þar sem Yrsa Sigurðardóttir var nefnd í því samhengi ásamt Henning Mankell og landa hans frá Svíþjóð, Kjell Eriksson, auk Norðmannsins Jo Nesbø, sem skrifar glæpasögur um leynilögreglumanninn Harry Hole, og Karin Fossum. Ekki má heldur gleyma Svíanum Jens Lapidus sem skrifar á raunsæjan hátt um sænsku undirheimana. „Við erum ánægð með að Stieg Larsson og Henning Mankell skuli hafa opnað dyrnar fyrir okkur,“ sagði Nesbø í viðtali við Reuters um norska glæpahöfunda. „Einu sinni ferðuðumst við alltaf til Spánar til að kynna bækurnar okkar en núna komu allt í einu sjö spænskir blaðamenn til Óslóar til að hitta okkur. lars kepler Vinsældir Stiegs Larsson þar hafa því haft mikið að segja.“ Sveinn Sverrisson, verslunarstjóri í Eymundsson, Kringlunni, telur að sú aðferð forlaga að auglýsa höfunda sem arftaka Stiegs Larsson virki mjög vel í löndum utan Skandinavíu, þar á meðal í Bretlandi og Bandaríkjunum. Erfiðara sé að sannfæra Íslendinga og aðra Norðurlandabúa um þetta, enda þekkja þeir mun betur til norrænu krimmahefðarinnar. „Þegar það er verið að segja að allir séu næstu Stieg Larsson er erfitt að geta sagt hver það er í raun og veru. Ég held að það sé meira verið að spá í hver er næsti forvígismaður norræna krimmans. Hver er frambærilegasti höfundurinn til að kynna utan Skandinavíu sem arftaka. Við eigum okkar Larsson í Arnaldi og Yrsa er líka að koma sterk til leiks í útflutningi,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann að erfitt verði að feta alveg í fótspor Stiegs Larsson. „Það nær enginn að skrifa þrjár bækur og deyja áður en þær koma út. Það er mystíkin sem Larsson hefur vegna þess. Ég held samt að það séu margir sem geta skrifað jafngóða krimma.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Sjá meira