Klovn á hvíta tjaldið 6. mars 2010 05:30 Kvikmynd í bígerð Casper Christiansen og Frank Hvam eru að gera kvikmynd um Klovn-tvíeykið. Ekki liggur þó fyrir hvenær myndin fer í tökur.Fréttablaðið/Anton Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira