Íþrótt, ekki músík Jónas Sen skrifar 10. desember 2010 00:01 Il grande tenore með Kristjáni Jóhannssyni. Tónlist Il grande tenore Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson náði á sínum tíma eftirtektarverðrum árangri á erlendri grund. Það komast ekki allir söngvarar á sviðið í Metropolitan-óperunni. Hann er kraftmikill og sviðið fer honum vel. Hann á greinilegt auðvelt með að koma fram.Gallinn við Kristján er að hann er ekki sérlega músíkalskur. Hann hefur litla tilfinningu fyrir hinu óáþreifanlega í tónlistinni, skáldskapnum og fegurðinni. Röddin er (eða var) flott en það er ekki nóg. Dýptina í túlkunina vantar allt of oft. Kristján syngur flest eins. Hann líkist leikara sem hefur bara tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í aríunum eru ekki hámark tilfinningaólgu sem hrífur hlustandann. Þeir eru bara íþróttaafrek, stangarstökk, vítaspyrna. Ekki músík.Þetta kemur berlega í ljós á nýútkominni þrefaldri geislaplötu. Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, þær síðustu frá því í ár. Kristján er magnaðastur í litlum lögum þar sem hann má ekki þenja sig. Þau koma mörg vel út. Óperuaríurnar eru hins vegar sjaldnast spennandi í meðförum hans. Á köflum eru þær bara samansafn af klisjum.Tónlistarsögulega séð er þetta ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd af Kristjáni á mismunandi skeiðum. En fyrir þá sem unna tónlist og vilja hlusta á alvöru túlkun og alvöru list er best að leita á önnur mið.Niðurstaða: Fremur klisjukennd og einhæf túlkun er allt of algeng í söng Kristjáns Jóhannssonar. Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist Il grande tenore Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson náði á sínum tíma eftirtektarverðrum árangri á erlendri grund. Það komast ekki allir söngvarar á sviðið í Metropolitan-óperunni. Hann er kraftmikill og sviðið fer honum vel. Hann á greinilegt auðvelt með að koma fram.Gallinn við Kristján er að hann er ekki sérlega músíkalskur. Hann hefur litla tilfinningu fyrir hinu óáþreifanlega í tónlistinni, skáldskapnum og fegurðinni. Röddin er (eða var) flott en það er ekki nóg. Dýptina í túlkunina vantar allt of oft. Kristján syngur flest eins. Hann líkist leikara sem hefur bara tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í aríunum eru ekki hámark tilfinningaólgu sem hrífur hlustandann. Þeir eru bara íþróttaafrek, stangarstökk, vítaspyrna. Ekki músík.Þetta kemur berlega í ljós á nýútkominni þrefaldri geislaplötu. Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, þær síðustu frá því í ár. Kristján er magnaðastur í litlum lögum þar sem hann má ekki þenja sig. Þau koma mörg vel út. Óperuaríurnar eru hins vegar sjaldnast spennandi í meðförum hans. Á köflum eru þær bara samansafn af klisjum.Tónlistarsögulega séð er þetta ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd af Kristjáni á mismunandi skeiðum. En fyrir þá sem unna tónlist og vilja hlusta á alvöru túlkun og alvöru list er best að leita á önnur mið.Niðurstaða: Fremur klisjukennd og einhæf túlkun er allt of algeng í söng Kristjáns Jóhannssonar.
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira