Webber: Sigur liðsheildar Red Bull 9. maí 2010 18:19 Red Bull menn fagna með Fernando Alonso, en hann varð í öðru sæti, en Mark Webber og Sebastian Vetel í fyrsta og þriðja sæti í Barcelona í dag. Kenny Handkammer, tæknimaður Red Bull er lengst til vinstri á myndinni. Mynd: Getty Images Mark Webber var kampakátur á blaðamannafundi með sigurinn á Barcelona brautinni í dag, en hann varð á undan Fernando Alonso hjá Ferrari og liðsfélaganum Sebastian Vettel. "Eftir tímatökuna í gær var sannarlega gott að ræsa fremstur. Það er löng leið að fyrstu beygju og nokkrir bílar með mikinn hámarkshraða voru fyrir aftan okkur á ráslínu. Ræsingin var því mikilvæg og að koma fyrstur út úr fyrstu beygju", sagði Webber um mótið í dag. Hann og Vettel börðust af kappi að komast að fyrstu beygjunni í fyrsta sæti og Webber hélt velli og leiddi mótið til loka. "Það var harður slagur í upphafi en síðan náði ég bara góðum takti fram að þjónustuhléi og gættum þess að halda okkur við efnið, þar sem allir eru að læra á nýju útfærsluna af mótshaldi og hverni dekkin virka." "Lewis Hamilton var á eftir mér eftir þjónustuhlé, í stað Vettels og eftir það stjórnaði ég bara ferðinni og hélt bilinu hæfilegu. Gætti þess að halda bíl, vél og dekkjum í lagi í löngu móti. Það þarf að komast alla leið." "Red Bull liðið hefur verið ótrúlegt þessa mótshelgina, við undirbúning bílanna og hafa unnið á frídögum að koma öllu heim og saman. Bæði Renault og Red Bull hafa lagt mikið á sig. Ég vann mína vinnu og úrslitin er frábær og er sjálfur hæstánægður með afraksturinn", sagði Webber. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber var kampakátur á blaðamannafundi með sigurinn á Barcelona brautinni í dag, en hann varð á undan Fernando Alonso hjá Ferrari og liðsfélaganum Sebastian Vettel. "Eftir tímatökuna í gær var sannarlega gott að ræsa fremstur. Það er löng leið að fyrstu beygju og nokkrir bílar með mikinn hámarkshraða voru fyrir aftan okkur á ráslínu. Ræsingin var því mikilvæg og að koma fyrstur út úr fyrstu beygju", sagði Webber um mótið í dag. Hann og Vettel börðust af kappi að komast að fyrstu beygjunni í fyrsta sæti og Webber hélt velli og leiddi mótið til loka. "Það var harður slagur í upphafi en síðan náði ég bara góðum takti fram að þjónustuhléi og gættum þess að halda okkur við efnið, þar sem allir eru að læra á nýju útfærsluna af mótshaldi og hverni dekkin virka." "Lewis Hamilton var á eftir mér eftir þjónustuhlé, í stað Vettels og eftir það stjórnaði ég bara ferðinni og hélt bilinu hæfilegu. Gætti þess að halda bíl, vél og dekkjum í lagi í löngu móti. Það þarf að komast alla leið." "Red Bull liðið hefur verið ótrúlegt þessa mótshelgina, við undirbúning bílanna og hafa unnið á frídögum að koma öllu heim og saman. Bæði Renault og Red Bull hafa lagt mikið á sig. Ég vann mína vinnu og úrslitin er frábær og er sjálfur hæstánægður með afraksturinn", sagði Webber.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira