Schumacher: Engin skömm af árangrinum 25. mars 2010 13:22 Schumacher brosmildur í Melbourne. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl. "Það er eðlilegt í frumraun minni. Kannski hefði það verið öðruvísi í gamla daga. Ég er rólegur yfir þessu. Rosberg er góður og hraðskreiður ökumaður og ég þarf ekki skammast mín fyrir útkomuna í Barein", sagði Schumacher í samtali við blaðamenn í Barein. Ummæli hans birtust m.a. á vefsíðu Autosport. Schumacher hefur alltaf verið harður keppnismaður og ákveðinn gagnvart liðsfélögum sínum, en hann hefur mikið álit á Rosberg, sem er mun yngri, Schumacher er 41 árs og Rosberg 24 ára og er því 17 ára aldursmunur á þeim. Schumacher gæti verið faðir hans miðað við aldursmuninn. "Ég gerði mér ekki upp neinar sérstakar hugmyndir um Rosberg eða væntingar. Það er ekkert leyndarmál að hann er toppökumaður og býr mikið í honum. Við erum mælistika fyrir hvorn annan. Hann stendur sig vel og er góður liðsfélagi. Ég tel að við höfum báðir náð hámarksárangri í fyrsta mótinu. Formúla 1 er erfið og það er okkar að bæta bílinn. Þetta er risavaxið verkefni og ástæðan fyrir endurkomu minni er að fást við þetta", sagði Schumacher, sem hefur sagt að hann stefni á enn einn titilinn á næstu þremur árum. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl. "Það er eðlilegt í frumraun minni. Kannski hefði það verið öðruvísi í gamla daga. Ég er rólegur yfir þessu. Rosberg er góður og hraðskreiður ökumaður og ég þarf ekki skammast mín fyrir útkomuna í Barein", sagði Schumacher í samtali við blaðamenn í Barein. Ummæli hans birtust m.a. á vefsíðu Autosport. Schumacher hefur alltaf verið harður keppnismaður og ákveðinn gagnvart liðsfélögum sínum, en hann hefur mikið álit á Rosberg, sem er mun yngri, Schumacher er 41 árs og Rosberg 24 ára og er því 17 ára aldursmunur á þeim. Schumacher gæti verið faðir hans miðað við aldursmuninn. "Ég gerði mér ekki upp neinar sérstakar hugmyndir um Rosberg eða væntingar. Það er ekkert leyndarmál að hann er toppökumaður og býr mikið í honum. Við erum mælistika fyrir hvorn annan. Hann stendur sig vel og er góður liðsfélagi. Ég tel að við höfum báðir náð hámarksárangri í fyrsta mótinu. Formúla 1 er erfið og það er okkar að bæta bílinn. Þetta er risavaxið verkefni og ástæðan fyrir endurkomu minni er að fást við þetta", sagði Schumacher, sem hefur sagt að hann stefni á enn einn titilinn á næstu þremur árum.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira