Atli Fannar Bjarkarson: Mannakjöt á grillið Atli Fannar Bjarkarson skrifar 19. júní 2010 06:00 George Costanza, litli sköllótti sérvitringurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir reglunum vegna þess að hann vildi ekki vera áberandi. Hann sagði einu sinni að hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar, ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Seinfeld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og flauelsblæti George Costanza yrði tæpast það félagslega sjálfsmorð sem það var vafalaust í New York á tíunda áratugnum. Annað dæmi um skemmdirnar sem dropinn hefur unnið á steininum er að KFC í Bandaríkjunum hóf nýlega að bjóða upp á svolítið sérstaka samloku. Í staðinn fyrir brauð eru tvær djúpsteiktar sneiðar af kjúklingi og á milli er ostur, majónes og tvær sneiðar af beikoni. Þessi sérkennilega loka bragðast örugglega ógeðslega vel þrátt fyrir að vera viðurstyggilegasta árás á bandarísku þjóðina síðan 11. september. En það er ástæða fyrir því að þessi samloka varð til árið 2010 en ekki 1910. Fyrir hundrað árum var samfélagið ekki búið að tileinka sér don't give a fuck-viðhorfið sem verður fullkomnara með hverjum deginum sem líður. Það er ástæðan fyrir því að þessi ógeðslega kjúklingaloka varð til í dag en ekki þá. Ég meina, einhvers konar álegg hefur verið sett milli einhvers konar brauðsneiða frá örófi alda. Hillel frá Babýlon var til að mynda mikill samlokuunnandi og hann fæddist á undan Jesú. Fleiri dæmi: Einu sinni þótti skammar-legt að sitja nakinn fyrir á myndum. Í dag verða nöfn íbúa Hollywood verðmætari ef þeir senda frá sér kynlífsmyndbönd. Nærtækara dæmi: Einu sinni var ströng regla á mínu heimili að gosdrykkir voru aðeins keyptir á föstudögum. Í dag bý ég einn og á kók í ísskápnum sem var keypt í miðri viku. Þröskuldurinn færist innar á hverjum degi og ég velti fyrir mér hvenær samfélags- og lagaleg höft sem ríkja í dag verða aðhlátursefni barna okkar eða barnabarna. Hvar stoppar þröskuldurinn? Ef hann stoppar á annað borð; munu afkomendur okkar borða fólk? Ég þekki ekki neinn sem hefur borðað mannakjöt. Ég hef ekki heldur kynnt mér mannát að neinu ráði og ekki lesið neitt um reynslu annarra af því að borða fólk. Án þess að ég viti nokkuð um það, held ég að mannakjöt sé svolítið eins og svínakjöt; bleikt, salt og gott á grillið. Þessar vangaveltur eru samt ótímabærar þar sem það er bannað að borða mannakjöt. Enn þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
George Costanza, litli sköllótti sérvitringurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir reglunum vegna þess að hann vildi ekki vera áberandi. Hann sagði einu sinni að hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar, ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Seinfeld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og flauelsblæti George Costanza yrði tæpast það félagslega sjálfsmorð sem það var vafalaust í New York á tíunda áratugnum. Annað dæmi um skemmdirnar sem dropinn hefur unnið á steininum er að KFC í Bandaríkjunum hóf nýlega að bjóða upp á svolítið sérstaka samloku. Í staðinn fyrir brauð eru tvær djúpsteiktar sneiðar af kjúklingi og á milli er ostur, majónes og tvær sneiðar af beikoni. Þessi sérkennilega loka bragðast örugglega ógeðslega vel þrátt fyrir að vera viðurstyggilegasta árás á bandarísku þjóðina síðan 11. september. En það er ástæða fyrir því að þessi samloka varð til árið 2010 en ekki 1910. Fyrir hundrað árum var samfélagið ekki búið að tileinka sér don't give a fuck-viðhorfið sem verður fullkomnara með hverjum deginum sem líður. Það er ástæðan fyrir því að þessi ógeðslega kjúklingaloka varð til í dag en ekki þá. Ég meina, einhvers konar álegg hefur verið sett milli einhvers konar brauðsneiða frá örófi alda. Hillel frá Babýlon var til að mynda mikill samlokuunnandi og hann fæddist á undan Jesú. Fleiri dæmi: Einu sinni þótti skammar-legt að sitja nakinn fyrir á myndum. Í dag verða nöfn íbúa Hollywood verðmætari ef þeir senda frá sér kynlífsmyndbönd. Nærtækara dæmi: Einu sinni var ströng regla á mínu heimili að gosdrykkir voru aðeins keyptir á föstudögum. Í dag bý ég einn og á kók í ísskápnum sem var keypt í miðri viku. Þröskuldurinn færist innar á hverjum degi og ég velti fyrir mér hvenær samfélags- og lagaleg höft sem ríkja í dag verða aðhlátursefni barna okkar eða barnabarna. Hvar stoppar þröskuldurinn? Ef hann stoppar á annað borð; munu afkomendur okkar borða fólk? Ég þekki ekki neinn sem hefur borðað mannakjöt. Ég hef ekki heldur kynnt mér mannát að neinu ráði og ekki lesið neitt um reynslu annarra af því að borða fólk. Án þess að ég viti nokkuð um það, held ég að mannakjöt sé svolítið eins og svínakjöt; bleikt, salt og gott á grillið. Þessar vangaveltur eru samt ótímabærar þar sem það er bannað að borða mannakjöt. Enn þá.