Raunveruleikaþáttaröð um leitina að hamingjunni 3. desember 2010 10:30 Leitar að hamingjunni Ásdís Olsen ætlar að leita að hamingjunni með fimm íslenskum pörum í nýrri raunveruleikaseríu sem verður sýnd á Stöð 2.Fréttablaðið/Anton „Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira