Breska lögreglan hjálpaði þeirri portúgölsku að „þróa" sönnunargögn gegn foreldrum Madeleine McCann, eftir því sem kemur fram í tölvupósti frá sendiherra Bandaríkjanna í Portúgal. Það var á fyrri stigum rannsóknarinnar eftir að portúgalska lögreglan hafði skilgreint foreldrana sem „áhaugaverða aðila" að hvarfinu. Breska lögreglan fékk þá í hendur gögn frá þeirri portúgölsku og vann úr þeim.
Portúgalar munu ekki hafa verið ánægðir með allar niðurstöður kollega sinna. Fyrrnefnd skilgreining á Kate og Gerry McCann var á síðari stigum dregin til baka. Bandaríski sendiherrann fjallaði um málið í tölvupósti eftir að hann hafði rætt við sendiherra Bretlands í Portúgal. Sá breski sagði þar frá því að lögregla landanna tveggja hefði samvinnu um rannsóknina.
Þróaði gögn gegn foreldrum Madeleine
Óli Tynes skrifar
