Jólagleði eða jólakvíði? Charlotte Böving skrifar 9. desember 2010 06:15 Það er dásamlegt að geta hlakkað til, að þora að hlakka til, því tilhlökkun fylgir alltaf áhættan á vonbrigðum. Það er sjálf hugmyndin með lífinu að geta kastað frá sér vonbrigðum og hlakkað til aftur og aftur. Gleðin kostar ekkert og hún gefur lífinu vægi. En hvað ef manni þykja jólin kvíðafullur og stressandi tími? Kannski vegna þess að upp rifjast slæmar minningar eða einfaldlega af því að maður vill hafa allt svo fullkomið? Í pistli þessum er að veita fullt af góðum ráðum, þannig að þeir sem vilja þau ekki verða að hætta að lesa núna… Ókei, hér koma þau: Ráð 1: Slepptu fullkomnunaráráttunni! Þ.e.a.s. í stað þess að gera allt 100% skaltu gera allt 70%. Notaðu svo síðustu 30% í að gera hluti sem gleðja þig. Útbúðu lista yfir þá hluti sem veita þér ró og hamingju. Skrifaðu þvínæst niður öll leiðinlegu, stressandi og kvíðvænlegu verkefnin. Sjáðu til þess að gera hluti af hamingjulistanum á hverjum degi og kauptu eða borgaðu einhverjum fyrir allt á leiðindalistanum. Hafir þú ekki efni á því að kaupa það allt verður þú að velja - en sjáðu til þess að gera alltaf eitthvað inn á milli sem er gott fyrir þig, t.d. að kaupa þér kakóbolla eða kyssa barnið þitt! Jólin eru hjartans tími. En það sem gerist í jólastressinu er að við færumst upp í haus. Í höfðinu hringsnúast allir þeir hlutir sem þurfa að klárast fyrir jól, plús allar áhyggjurnar. Ráð 2: Dragðu andann djúpt fimm sinnum í röð, fimm sinnum á dag (5x5 - það auðvelt að muna!) og passaðu að slaka á öllum vöðvum líkamans þegar þú andar frá þér. Þá getur þetta ekki klikkað alveg! Ráð 3: Birtan er mikilvæg og göngutúr úti við sjó fyrir sólsetur viðrar bæði sál og líkama. Ef þú hefur ekki möguleika á því er sniðugt að skella sér í röska tíu mínútna göngu í matarhléinu í vinnunni. Ráð 4: vertu meðvituð um það sem þú hugsar. Ef þú stendur þig að því að hugsa neikvæða hluti um sjálfa(n) þig, jólin eða annað, skaltu spyrja þig: Hvað get ég hugsað annað í staðin, sem lætur mér líða betur Prófaðu! Ef ekkert af mínum góðu ráðum duga, geturðu glaðst yfir því að jólin koma bara einu sinni á ári og fyrr en varir er aftur kominn janúar. Þú lifir væntanlega líka þetta árið af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Það er dásamlegt að geta hlakkað til, að þora að hlakka til, því tilhlökkun fylgir alltaf áhættan á vonbrigðum. Það er sjálf hugmyndin með lífinu að geta kastað frá sér vonbrigðum og hlakkað til aftur og aftur. Gleðin kostar ekkert og hún gefur lífinu vægi. En hvað ef manni þykja jólin kvíðafullur og stressandi tími? Kannski vegna þess að upp rifjast slæmar minningar eða einfaldlega af því að maður vill hafa allt svo fullkomið? Í pistli þessum er að veita fullt af góðum ráðum, þannig að þeir sem vilja þau ekki verða að hætta að lesa núna… Ókei, hér koma þau: Ráð 1: Slepptu fullkomnunaráráttunni! Þ.e.a.s. í stað þess að gera allt 100% skaltu gera allt 70%. Notaðu svo síðustu 30% í að gera hluti sem gleðja þig. Útbúðu lista yfir þá hluti sem veita þér ró og hamingju. Skrifaðu þvínæst niður öll leiðinlegu, stressandi og kvíðvænlegu verkefnin. Sjáðu til þess að gera hluti af hamingjulistanum á hverjum degi og kauptu eða borgaðu einhverjum fyrir allt á leiðindalistanum. Hafir þú ekki efni á því að kaupa það allt verður þú að velja - en sjáðu til þess að gera alltaf eitthvað inn á milli sem er gott fyrir þig, t.d. að kaupa þér kakóbolla eða kyssa barnið þitt! Jólin eru hjartans tími. En það sem gerist í jólastressinu er að við færumst upp í haus. Í höfðinu hringsnúast allir þeir hlutir sem þurfa að klárast fyrir jól, plús allar áhyggjurnar. Ráð 2: Dragðu andann djúpt fimm sinnum í röð, fimm sinnum á dag (5x5 - það auðvelt að muna!) og passaðu að slaka á öllum vöðvum líkamans þegar þú andar frá þér. Þá getur þetta ekki klikkað alveg! Ráð 3: Birtan er mikilvæg og göngutúr úti við sjó fyrir sólsetur viðrar bæði sál og líkama. Ef þú hefur ekki möguleika á því er sniðugt að skella sér í röska tíu mínútna göngu í matarhléinu í vinnunni. Ráð 4: vertu meðvituð um það sem þú hugsar. Ef þú stendur þig að því að hugsa neikvæða hluti um sjálfa(n) þig, jólin eða annað, skaltu spyrja þig: Hvað get ég hugsað annað í staðin, sem lætur mér líða betur Prófaðu! Ef ekkert af mínum góðu ráðum duga, geturðu glaðst yfir því að jólin koma bara einu sinni á ári og fyrr en varir er aftur kominn janúar. Þú lifir væntanlega líka þetta árið af.