Þar sem lífið er fótbolti Anna Margrét Björnsson skrifar 12. janúar 2010 06:00 Fréttir af skotárás á rútu landsliðs Tógóbúa á föstudag sem varð þremur að bana voru hörmulegar. Ég hafði nú ekki hugsað mér að fylgjast með Afríkubikarnum þar sem fótboltaáhugi minn er minni en enginn en árásin vakti sérstaka athygli mína vegna þeirrar ástæðu að ég sótti Tógó heim fyrir tveimur árum. Fótbolti er Tógómönnum sérstaklega hugleikinn og ég minnist þess með hlýju í hjarta hversu alsæl og kát berfætt börn spörkuðu í bolta á heitri rauðleitri jörð. Þessi börn voru á heimili sem Íslendingar hafa byggt handa þeim í Lomé, í SPES-þorpinu sem prófessor Njörður P. Njarðvík setti á fót í þessu sárfátæka landi. Þörfin fyrir slík heimili í Tógó, eins og í fjölmörgum Afríkulöndum, er mikil þar sem veikir foreldrar deyja iðulega frá ungum börnum sínum eða sjá sér ekki fært að fæða þau. Eyðni, malaría og fjöldi annarra sjúkdóma herja á Tógó líkt og önnur Afríkulönd. Oft koma börnin sárlasin, niðurbrotin og vannærð á heimilið, sem bjargar lífi þeirra og sendir þau í skóla. Ég ferðaðist til Tógó fyrir hrunið, og á því ári var eftirtektarvert að margir íslenskir efnamenn sóttu Afríku heim. Heimsálfan snerti væntanlega við mörgum þeirra sem gáfu fjármuni til góðgerðarsamtaka og meðal annars til þess að styðja við uppbyggingu SPES í Tógó. Í hinni hatursfullu umræðu um mennina sem settu Ísland á hausinn má alveg muna eftir því að eitthvað gott hlaust af. Hvarvetna í Afríku eru litlir strákar að sparka í bolta. Stundum er hann gerður úr plastpoka og stundum úr krumpuðum pappír. En svo lengi sem það er hægt að sparka í hann þá er hægt að spila. Umræðan um Afríkubikarinn í Angólu snýst núna aðallega um það að heimsbikarkeppnin í fótbolta í Suður-Afríku þetta árið verði stórhættuleg og lituð af skæruliðaárásum. Hræðsla ríkir um framvindu Afríkubikarsins í Angólu og felmtri slegið Tógó-liðið hefur verið sent heim og fær ekki að leika. Vonandi mun þessi árás ekki eyðileggja framvindu fótboltaársins mikla í heimsálfunni og vonandi verða þessar spennandi keppnir til þess að færa hjarta Afríku aðeins nær okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Fréttir af skotárás á rútu landsliðs Tógóbúa á föstudag sem varð þremur að bana voru hörmulegar. Ég hafði nú ekki hugsað mér að fylgjast með Afríkubikarnum þar sem fótboltaáhugi minn er minni en enginn en árásin vakti sérstaka athygli mína vegna þeirrar ástæðu að ég sótti Tógó heim fyrir tveimur árum. Fótbolti er Tógómönnum sérstaklega hugleikinn og ég minnist þess með hlýju í hjarta hversu alsæl og kát berfætt börn spörkuðu í bolta á heitri rauðleitri jörð. Þessi börn voru á heimili sem Íslendingar hafa byggt handa þeim í Lomé, í SPES-þorpinu sem prófessor Njörður P. Njarðvík setti á fót í þessu sárfátæka landi. Þörfin fyrir slík heimili í Tógó, eins og í fjölmörgum Afríkulöndum, er mikil þar sem veikir foreldrar deyja iðulega frá ungum börnum sínum eða sjá sér ekki fært að fæða þau. Eyðni, malaría og fjöldi annarra sjúkdóma herja á Tógó líkt og önnur Afríkulönd. Oft koma börnin sárlasin, niðurbrotin og vannærð á heimilið, sem bjargar lífi þeirra og sendir þau í skóla. Ég ferðaðist til Tógó fyrir hrunið, og á því ári var eftirtektarvert að margir íslenskir efnamenn sóttu Afríku heim. Heimsálfan snerti væntanlega við mörgum þeirra sem gáfu fjármuni til góðgerðarsamtaka og meðal annars til þess að styðja við uppbyggingu SPES í Tógó. Í hinni hatursfullu umræðu um mennina sem settu Ísland á hausinn má alveg muna eftir því að eitthvað gott hlaust af. Hvarvetna í Afríku eru litlir strákar að sparka í bolta. Stundum er hann gerður úr plastpoka og stundum úr krumpuðum pappír. En svo lengi sem það er hægt að sparka í hann þá er hægt að spila. Umræðan um Afríkubikarinn í Angólu snýst núna aðallega um það að heimsbikarkeppnin í fótbolta í Suður-Afríku þetta árið verði stórhættuleg og lituð af skæruliðaárásum. Hræðsla ríkir um framvindu Afríkubikarsins í Angólu og felmtri slegið Tógó-liðið hefur verið sent heim og fær ekki að leika. Vonandi mun þessi árás ekki eyðileggja framvindu fótboltaársins mikla í heimsálfunni og vonandi verða þessar spennandi keppnir til þess að færa hjarta Afríku aðeins nær okkur.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun