Uppgjörs er þörf 23. janúar 2010 06:00 Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér. Marga er heldur tekið að lengja eftir því að sjá afrakstur þeirrar vinnu sem sett hefur verið af stað. Þá þykir jafnvel skjóta skökku við að á meðan innbrots- og töskuþjófar og fíkniefnasmyglarar eru umsvifalaust hnepptir í gæsluvarðahald í misumfangsmiklum málum, þá virðist engum hafa dottið í hug að koma einum eða tveimur fyrrum stórlöxum íslensks fjármálalífs bak við lás og slá meðan farið er í gegnum þeirra mál. Eða er fullvíst að þeir fái ekki skaðað rannsókn mála sem að þeim snúa? Þegar ákæruvaldið er búið að leggja fram ákærur í málum mótmælenda sem fóru offari við Alþingishúsið og slösuðu þingverði og lögreglumenn, en um leið liggur ekki einu sinni fyrir hvort grundvöllur er fyrir ákærum í milljarðaviðskiptum fjárglæframanna við sjálfa sig, þá hljóta að vakna spurningar um hvort í lagi sé með forgangsröðun hjá þeim sem gæta eiga laga og réttar. Mögulega þarf að efla rannsókn efnahagsbrota. Getur verið að í lagi þyki að almenningshlutafélag, Landsbankinn, kaupi skuldabréf af stærsta eiganda sínum, sem á móti notar eignarhaldsfélag sitt um eignina í bankanum til þess að lána öðrum félögum í eigin eigu fleiri hundruð milljónir? Fram hefur komið að óverulegar eignir sé að finna í þrotabúi Samsonar, eignarhaldsfélagi Björgólfsfeðga hvurs stærsta eign var í bankanum. Helst að vonir hafi staðið til að verðmæti kynnu að vera í afleiðusamningum um gjaldeyri. Kröfur á búið námu hins vegar 111 milljörðum króna. Þar af voru 24 vegna skuldabréfaútgáfu félagsins. Í grein sem Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, skrifaði í Fréttablaðið fyrir viku kemur fram að mál tengd peningamarkaðssjóðum bankanna hafi „undið upp á sig" í nokkrum tilvikum og séu sum enn til rannsóknar. Auðvitað er samt ekki hægt að gefa sér að í öllum tilvikum sé um glæpamennsku að ræða þó svo að peningar hafi tapast. Mikilvægt er hins vegar að það fari að liggja fyrir niðurstaða í þeim málum sem hafa verið til rannsóknar og að ákærur komi fram þar sem tilefni er til. Uppgjörs er þörf. Þá er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki síður beðið með eftirvæntingu, enda frekar að þar verði hægt að fara yfir aðdraganda og ástæður ákvarðana og leggja mat á undirliggjandi ástæður, án þess að það sé í samhengi við höfðun opinbers máls. Líkast til eru hendur sérstaks saksóknara að nokkru bundnar þegar kemur að umfjöllun um mál sem ekki verður ákært í. Pottur gæti verið brotinn, þótt grundvöllur fyrir ákæru sé lítill. Í öllu falli er óvíst að margir séu tilbúnir að leggjast á árar við uppbyggingarstarf ef ekki stendur annað til en að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir hrun, með sömu persónum í aðalhlutverkum. Á það jafnt við um viðskiptalífið sem vettvang stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun
Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér. Marga er heldur tekið að lengja eftir því að sjá afrakstur þeirrar vinnu sem sett hefur verið af stað. Þá þykir jafnvel skjóta skökku við að á meðan innbrots- og töskuþjófar og fíkniefnasmyglarar eru umsvifalaust hnepptir í gæsluvarðahald í misumfangsmiklum málum, þá virðist engum hafa dottið í hug að koma einum eða tveimur fyrrum stórlöxum íslensks fjármálalífs bak við lás og slá meðan farið er í gegnum þeirra mál. Eða er fullvíst að þeir fái ekki skaðað rannsókn mála sem að þeim snúa? Þegar ákæruvaldið er búið að leggja fram ákærur í málum mótmælenda sem fóru offari við Alþingishúsið og slösuðu þingverði og lögreglumenn, en um leið liggur ekki einu sinni fyrir hvort grundvöllur er fyrir ákærum í milljarðaviðskiptum fjárglæframanna við sjálfa sig, þá hljóta að vakna spurningar um hvort í lagi sé með forgangsröðun hjá þeim sem gæta eiga laga og réttar. Mögulega þarf að efla rannsókn efnahagsbrota. Getur verið að í lagi þyki að almenningshlutafélag, Landsbankinn, kaupi skuldabréf af stærsta eiganda sínum, sem á móti notar eignarhaldsfélag sitt um eignina í bankanum til þess að lána öðrum félögum í eigin eigu fleiri hundruð milljónir? Fram hefur komið að óverulegar eignir sé að finna í þrotabúi Samsonar, eignarhaldsfélagi Björgólfsfeðga hvurs stærsta eign var í bankanum. Helst að vonir hafi staðið til að verðmæti kynnu að vera í afleiðusamningum um gjaldeyri. Kröfur á búið námu hins vegar 111 milljörðum króna. Þar af voru 24 vegna skuldabréfaútgáfu félagsins. Í grein sem Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, skrifaði í Fréttablaðið fyrir viku kemur fram að mál tengd peningamarkaðssjóðum bankanna hafi „undið upp á sig" í nokkrum tilvikum og séu sum enn til rannsóknar. Auðvitað er samt ekki hægt að gefa sér að í öllum tilvikum sé um glæpamennsku að ræða þó svo að peningar hafi tapast. Mikilvægt er hins vegar að það fari að liggja fyrir niðurstaða í þeim málum sem hafa verið til rannsóknar og að ákærur komi fram þar sem tilefni er til. Uppgjörs er þörf. Þá er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki síður beðið með eftirvæntingu, enda frekar að þar verði hægt að fara yfir aðdraganda og ástæður ákvarðana og leggja mat á undirliggjandi ástæður, án þess að það sé í samhengi við höfðun opinbers máls. Líkast til eru hendur sérstaks saksóknara að nokkru bundnar þegar kemur að umfjöllun um mál sem ekki verður ákært í. Pottur gæti verið brotinn, þótt grundvöllur fyrir ákæru sé lítill. Í öllu falli er óvíst að margir séu tilbúnir að leggjast á árar við uppbyggingarstarf ef ekki stendur annað til en að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir hrun, með sömu persónum í aðalhlutverkum. Á það jafnt við um viðskiptalífið sem vettvang stjórnmálanna.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun