Eitt besta Formúlu 1 tímabil frá upphafi 15. september 2010 10:16 Mótið á Monza á sunnudaginn var spennandi og Fernando Alonso vann eftir vel útfærða þjónustuáætlun Ferrari. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi. Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn þegar fimm mótum er ólokið. Mark Webber á Red Bull er efstur að stigum með 187 stig, Lewis Hamilton á McLaren er með 182, Fernando Alonso á Ferrari 166 eftir sigur á Monza á sunnudaginn, Jenson Button á McLaren 165 og Sebastian Vettel á Red Bull 163. Þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir geta allir þessir ökumenn orðið meistarar. Þá er aðeins 3 stiga munur á Red Bull í efsta sætinu í stigamóti bílasmiða og McLaren með 347, en Ferrari er með 290 stig. "Það verður samkeppni fram að lokamótinu í Abu Dhabi sem er frábært. Það er stórkostlegt meistaramót og ég vona að allir geri sér grein fyrir því að þetta er mögulega eitt besta keppnistímabil í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Button og Hamilton, báðir Red Bull ökumennirnir (Webber og Vettel) og Alonso eru að berjast og það er frábært. Ferrari og Red Bull eru mjög sterk lið og við erum ekki sem verstir. Ég myndi ekki vilja veðja á sigurvegara, en við stefnum á sigur í meistaramótinu. Sumir segja að við séum sterkir sumstaðar og veikir annars staðar, en ég veit ekki hvernig menn finna það út. Þeir vita meira en ég", sagði Whitmarsh um möguleika liðanna á einstökum brautum. "Staðreyndin er sú að á Monza var Ferrari örlítið fljótari, okkar bíll var ekki slæmur en Red Bull var á eftir. En í Singapúr gæti staðan verið allt önnur", sagði Whitmarsh, en næsta mót er í Singapúr um aðra helgi. Eftir það verður keppt á Suzuka brautinni í Japan, á nýrri braut í Suður Kóreu, á Interlagos í Brasilíu og lokamótið verður í Abu Dhabi, en brautin þar var notuð í fyrsta skipti í fyrra. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi. Fimm ökumenn eru í slag um meistaratitilinn þegar fimm mótum er ólokið. Mark Webber á Red Bull er efstur að stigum með 187 stig, Lewis Hamilton á McLaren er með 182, Fernando Alonso á Ferrari 166 eftir sigur á Monza á sunnudaginn, Jenson Button á McLaren 165 og Sebastian Vettel á Red Bull 163. Þar sem 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir geta allir þessir ökumenn orðið meistarar. Þá er aðeins 3 stiga munur á Red Bull í efsta sætinu í stigamóti bílasmiða og McLaren með 347, en Ferrari er með 290 stig. "Það verður samkeppni fram að lokamótinu í Abu Dhabi sem er frábært. Það er stórkostlegt meistaramót og ég vona að allir geri sér grein fyrir því að þetta er mögulega eitt besta keppnistímabil í sögu Formúlu 1", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Button og Hamilton, báðir Red Bull ökumennirnir (Webber og Vettel) og Alonso eru að berjast og það er frábært. Ferrari og Red Bull eru mjög sterk lið og við erum ekki sem verstir. Ég myndi ekki vilja veðja á sigurvegara, en við stefnum á sigur í meistaramótinu. Sumir segja að við séum sterkir sumstaðar og veikir annars staðar, en ég veit ekki hvernig menn finna það út. Þeir vita meira en ég", sagði Whitmarsh um möguleika liðanna á einstökum brautum. "Staðreyndin er sú að á Monza var Ferrari örlítið fljótari, okkar bíll var ekki slæmur en Red Bull var á eftir. En í Singapúr gæti staðan verið allt önnur", sagði Whitmarsh, en næsta mót er í Singapúr um aðra helgi. Eftir það verður keppt á Suzuka brautinni í Japan, á nýrri braut í Suður Kóreu, á Interlagos í Brasilíu og lokamótið verður í Abu Dhabi, en brautin þar var notuð í fyrsta skipti í fyrra.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira