Red Bull áfram í samtarfi með Renault 5. nóvember 2010 13:04 Red Bull liðið verður áfram með Renault næstu tvö árin. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Red Bull liðið tilkynnti formlega í dag að það hefur framlengt samning sinn við Renault vélaframleiðandann. Renault hefur séð liðinu fyrir vélum og gerir það áfram árið 2011 og 2012. "Við erum ánægðir að tilkynna þessa framlengingu. Við höfum alltaf á hrein og bein samskipti við Renault og þeir hafa stutt okkur vel síðustu fjögur keppnistímabil og átt sinn þátt í 13 sigrum í mótum til þessa", sagði Christian Horner hjá Red Bull í frétt á autosport.com. Lið hans er í titilslagnum í Brasilíu um helgina og gæti náð Það var heldur miður í síðustu keppni að Renault vél bilaði um borð í bíl Sebastian Vettel á Red Bull þegar hann var í forystu. Þetta kostaði hann mögulegan sigur og Renault bað opinberlega afsökunar á bilunni eftir keppnina. En vélbúnaður liðsins hefur skilaði Red Bull fremst á ráslínu í 14 mótum af 17 og ökumenn hafa landað 7 sigrum með vélum Renault. Renault tilkynnti einnig í dag að liðið mun einnig vinna með Lotus liðinu, eins og það er kallað í dag. En einhver rekistefna virðist vera með hvort liðið hefur fullkomið leyfi til að nota Lotus nafnið eins og þeir vilja. Renault tilkynnti samning við malasíska kappakstursliðið 1 Malasyia Racing Team, en ekki Team Lotus, eins og liðið vill fá að nota, en deilt er um rétt á notkun Lotus nafnsins á milli malasískra eigenda liðsins og enskra aðila sem notuðu Lotus nafnið áður fyrr. "Ég er hæstánægður að við getum rætt um samning okkar við Renault. Það hefur mikið verið spá í hvaða vél við notum 2011 og núna sjá allir hve metnaðarfullir við erum. Blanda véla frá Renault og gírkassabúnaðar frá Red Bull gerir hönnuðum okkar færi á að hanna bíl með búnað sem hefur skilað árangri", sagði Tony Fernandes hjá Lotus. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull liðið tilkynnti formlega í dag að það hefur framlengt samning sinn við Renault vélaframleiðandann. Renault hefur séð liðinu fyrir vélum og gerir það áfram árið 2011 og 2012. "Við erum ánægðir að tilkynna þessa framlengingu. Við höfum alltaf á hrein og bein samskipti við Renault og þeir hafa stutt okkur vel síðustu fjögur keppnistímabil og átt sinn þátt í 13 sigrum í mótum til þessa", sagði Christian Horner hjá Red Bull í frétt á autosport.com. Lið hans er í titilslagnum í Brasilíu um helgina og gæti náð Það var heldur miður í síðustu keppni að Renault vél bilaði um borð í bíl Sebastian Vettel á Red Bull þegar hann var í forystu. Þetta kostaði hann mögulegan sigur og Renault bað opinberlega afsökunar á bilunni eftir keppnina. En vélbúnaður liðsins hefur skilaði Red Bull fremst á ráslínu í 14 mótum af 17 og ökumenn hafa landað 7 sigrum með vélum Renault. Renault tilkynnti einnig í dag að liðið mun einnig vinna með Lotus liðinu, eins og það er kallað í dag. En einhver rekistefna virðist vera með hvort liðið hefur fullkomið leyfi til að nota Lotus nafnið eins og þeir vilja. Renault tilkynnti samning við malasíska kappakstursliðið 1 Malasyia Racing Team, en ekki Team Lotus, eins og liðið vill fá að nota, en deilt er um rétt á notkun Lotus nafnsins á milli malasískra eigenda liðsins og enskra aðila sem notuðu Lotus nafnið áður fyrr. "Ég er hæstánægður að við getum rætt um samning okkar við Renault. Það hefur mikið verið spá í hvaða vél við notum 2011 og núna sjá allir hve metnaðarfullir við erum. Blanda véla frá Renault og gírkassabúnaðar frá Red Bull gerir hönnuðum okkar færi á að hanna bíl með búnað sem hefur skilað árangri", sagði Tony Fernandes hjá Lotus.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira