Solbakken: Þetta var bara lélegur norskur húmor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2010 15:15 Ståle Solbakken og Pep Guardiola eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira
Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ Sjá meira