Solbakken: Þetta var bara lélegur norskur húmor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2010 15:15 Ståle Solbakken og Pep Guardiola eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, segir ástæðu rifrildsins við Pep Guardiola, stjóra Barcelona, eftir leik liðanna í gær hafa verið honum sjálfum að kenna. Forsaga málsins er sú að Jose Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að flauta í fyrri leik liðanna á Nou Camp fyrir tveimur vikum síðan. Sóknarmaður FCK, sem var við það að sleppa í gegn, hætti leik þar sem að hann hélt að búið væri að flauta hann rangstæðan. Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna í gær sagði Solbakken að hann hefði viljað að Pinto hefði verið dæmdur í 5-6 leikja bann. Þau ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Guardiola. „Hann hagaði sér ekki fagmannlega," sagði Guardiola við spænska fjölmiðla eftir leikinn. „Hann getur ekki beðið um að Pinto verði dæmdur í 5-6 leikja bann. Hann getur ekki sagt að hann sé skemmt epli. Þú verður að spyrja hann hvernig hann hagar sér á blaðamannafundum." Eftir leikinn í gær neitaði Guardiola að taka í hönd Solbakken sem um leið hellti sér yfir Guardiola um leið og þeir gengu til búningsklefa. Solbakken sagði síðar að hann hefði bara verið að grínast á áðurnefndum blaðamannafundi. „Ég veit ekki hvort hann misskildi þetta eða fékk rangar upplýsingar. En þetta var bara slæmur norskur brandari," sagði hinn norski Solbakken. Solbakken sagði þó að hann bæri mikla virðingu fyrir Guardiola og sá spænski hrósaði einnig liði FCK eftir leikinn. „Mér finnst leiðinlegt að við kláruðum ekki verkefnið en ég er ánægður með frammistöðu okkar. FCK er frábært lið með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei á mínum þjálfaraferli hjá Barcelona mætt jafn líkamlega sterku liði."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira