Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna 28. nóvember 2010 15:40 Fllipe Albuqeerque var ánægður með sigurinn í kappakstursmóti meistaranna í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira