Webber hrifinn á nýju brautinni 22. október 2010 11:22 Mark Webber stóð sig vel á æfingum í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira