Réttlæting letiblóðs Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 31. ágúst 2010 06:00 Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. Já, já, öllu má nú nafn gefa. Líka leti og metnaðarleysi sem er sem sagt orðið að því að vera „þroskuð sál" í þessum skrifuðu línum. En þetta truflar mig bara svolítið með tilganginn. Er hann sá að skila sjálfum sér í æðislega höfn? Eða langar mann kannski frekar að kjafta við fólkið í bátnum á leiðinni? Maraþonhlaupararnir, þeir fremstu, þeir hafa ekki tíma fyrir neitt nema stöku vatnssopa. Það er nú varla stuð hjá þeim. Þessir sem lalla geta gert svo margt sem maraþonhlauparinn hefur ekki tíma fyrir. Þeir geta borðað bland í poka á leiðinni, tínt blóm, lesið upp úr brandarabókinni „1000 brandarar" og skoðað inn um gluggana í húsunum við veginn. Um leið er líka auðveldara að bjarga kisum úr trjám.Til er hópur fólks sem segir öðru fólki, á námskeiðum, að lífið krefjist þess að maður finni leiðtogann í sjálfum sér, vinni eftir markmiðum og uppskeri „bónusa". „Tíminn er peningar - lífið er það sem þú gerir úr því." Það er jafnvel herjað á „litlu leiðtogana" sem foreldrum er sagt að rækta í eigin börnum. Er ekki einhver til í að taka þessi sjálfselskandi námskeið og skipta þeim út fyrir eitthvað tjillaðra þema? Útrásin búin og svona. „Elskið friðinn og strjúkið friðinn." Það væri námskeið að mínu skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. Já, já, öllu má nú nafn gefa. Líka leti og metnaðarleysi sem er sem sagt orðið að því að vera „þroskuð sál" í þessum skrifuðu línum. En þetta truflar mig bara svolítið með tilganginn. Er hann sá að skila sjálfum sér í æðislega höfn? Eða langar mann kannski frekar að kjafta við fólkið í bátnum á leiðinni? Maraþonhlaupararnir, þeir fremstu, þeir hafa ekki tíma fyrir neitt nema stöku vatnssopa. Það er nú varla stuð hjá þeim. Þessir sem lalla geta gert svo margt sem maraþonhlauparinn hefur ekki tíma fyrir. Þeir geta borðað bland í poka á leiðinni, tínt blóm, lesið upp úr brandarabókinni „1000 brandarar" og skoðað inn um gluggana í húsunum við veginn. Um leið er líka auðveldara að bjarga kisum úr trjám.Til er hópur fólks sem segir öðru fólki, á námskeiðum, að lífið krefjist þess að maður finni leiðtogann í sjálfum sér, vinni eftir markmiðum og uppskeri „bónusa". „Tíminn er peningar - lífið er það sem þú gerir úr því." Það er jafnvel herjað á „litlu leiðtogana" sem foreldrum er sagt að rækta í eigin börnum. Er ekki einhver til í að taka þessi sjálfselskandi námskeið og skipta þeim út fyrir eitthvað tjillaðra þema? Útrásin búin og svona. „Elskið friðinn og strjúkið friðinn." Það væri námskeið að mínu skapi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun