Forstjóri meistaraliðsins segir liðsskipanir skaða ímynd Formúlu 1 26. júlí 2010 10:11 Nick Fry heldur hér á verðlaunum fyrir sigur í fyrsta mótinu í fyrra, en þá varð hann meistari með Brawn liðnu sem nú heitir Mercedes. Mynd: Getty Images Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Ferrari var sektað um 12,2 miljónir fyrir atferli, þar sem Felipe Massa virtist hleypa Fernando Alonso framúr sér í brautinni, en hann var í forystu. Ferrari ákvað að áfrýja ekki dómnum, en treystir á að akstursíþróttaráð FIA sýni málinu skilning. En dómarar á Hockenheim sendu málið áfram til frekari skoðunar. Skiptar skoðanir eru á málinu sem kom upp og sumir benda á að óbeinar liðsskipanir hafi tíðkast lengi í Formúlu 1 og að Ferrari hafi gert hlutina fyrir opnum tjöldum og það sé þeim til hróss. "Fyrst og fremst verða menn að hlýða reglum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hafa dómarar og FIA síðasta orðið. En að því slepptu, þá eru keppnisliðin ábyrg fyrir góðum mótum", sagði Fry í samtali við autosport.com. "Ef við setjum til hliðar hvort það sem gerðist í gær var liðsskipun, þá finn ég til með Felipe Massa. Ekk síst útaf því sem gerðist hjá honum í fyrra (hann slasaðist í móti í Ungverjalandi og var frá út árið). Hann stóð sig vel í mótinu og þetta virðist ekki sanngjarnt." "Ég heyrði David Coulthard tala um að liðsskipanir hefðu alltaf verið til staðar, en ég held að það séu breyttir tímar. Áhorfendur vilja sjá ökumenn berjast, þó keppnisliðin hugsi í titlum, þá vilja flestir áhorfendur sjá baráttu á milli einstaklinga." Fry segir að jafnræði ríki á milli ökumanna í hans liði, en Nico Rosberg og Michael Schumacher eru ökumenn liðsins. Staðan var önnur þegar hann hóf störf með liði BAR Honda, sem er grunnurinn að Mercedes í dag. "Staðan breyttist fyrir löngu síðan hvað þetta varðar og eina reglan sem við höfum er að menn keyri ekki á hvorn annan. Við berum ábyrgð á því að ökumenn okkar fái sama búnað til keppni og jafna möguleika", sagði Fry. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Ferrari var sektað um 12,2 miljónir fyrir atferli, þar sem Felipe Massa virtist hleypa Fernando Alonso framúr sér í brautinni, en hann var í forystu. Ferrari ákvað að áfrýja ekki dómnum, en treystir á að akstursíþróttaráð FIA sýni málinu skilning. En dómarar á Hockenheim sendu málið áfram til frekari skoðunar. Skiptar skoðanir eru á málinu sem kom upp og sumir benda á að óbeinar liðsskipanir hafi tíðkast lengi í Formúlu 1 og að Ferrari hafi gert hlutina fyrir opnum tjöldum og það sé þeim til hróss. "Fyrst og fremst verða menn að hlýða reglum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá hafa dómarar og FIA síðasta orðið. En að því slepptu, þá eru keppnisliðin ábyrg fyrir góðum mótum", sagði Fry í samtali við autosport.com. "Ef við setjum til hliðar hvort það sem gerðist í gær var liðsskipun, þá finn ég til með Felipe Massa. Ekk síst útaf því sem gerðist hjá honum í fyrra (hann slasaðist í móti í Ungverjalandi og var frá út árið). Hann stóð sig vel í mótinu og þetta virðist ekki sanngjarnt." "Ég heyrði David Coulthard tala um að liðsskipanir hefðu alltaf verið til staðar, en ég held að það séu breyttir tímar. Áhorfendur vilja sjá ökumenn berjast, þó keppnisliðin hugsi í titlum, þá vilja flestir áhorfendur sjá baráttu á milli einstaklinga." Fry segir að jafnræði ríki á milli ökumanna í hans liði, en Nico Rosberg og Michael Schumacher eru ökumenn liðsins. Staðan var önnur þegar hann hóf störf með liði BAR Honda, sem er grunnurinn að Mercedes í dag. "Staðan breyttist fyrir löngu síðan hvað þetta varðar og eina reglan sem við höfum er að menn keyri ekki á hvorn annan. Við berum ábyrgð á því að ökumenn okkar fái sama búnað til keppni og jafna möguleika", sagði Fry.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira