Þriðja mesta sveiflan í sögu lokaúrslitanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2010 11:00 Mynd/Daníel Úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta í ár hefur byrjað á tveimur stórum heimasigrum og sveiflan hefur verið svo mikil á milli leikja að ástæða er að fletta upp í sögubókunum. Snæfell svaraði fyrir 19 stiga tap liðsins í fyrsta leiknum í Keflavík með því að vinna 22 stiga sigur í Hólminum í gær. Þetta er 41 stigs sveifla milli leikja og aðeins tvisvar áður hefur orðið meiri sveifla milli leikja í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla. Metið er síðan í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Njarðvíkur frá árinu 1994. Grindavík komst þá í 2-1 í úrslitaeinvíginu með öruggum 23 stiga sigri á heimavelli. Njarðvíkingar unnu næsta leik hinsvegar með 28 stigum í Njarðvík og tryggðu sér síðan titilinn með eins stigs sigri í oddaleiknum í Grindavík. Tveimur árum áður hafði Keflavík gert hið sama. Valur vann þá 28 stiga sigur í keflavík og gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik. Þann leik vann Keflavík hinsvegar með 22 stigum og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 9 stiga sigri á heimavelli. Mesta sveifla milli leikja í lokaúrslitum karla51 stig á milli 3. og 4. leiks í einvígi Grindavíkur og Njarðvíkur 1994 3. leikur: Grindavík-Njarðvík 90-67 (Grindavík +23) 4. leikur: Njarðvík-Grindavík 93-65 (Njarðvík +28) Framhald: Njarðvík vann líka næsta leik í Grindavík og tryggði sér titilinn50 stig á milli 3. og 4. leiks í einvígi Keflavíkur og Val 1992 3. leikur: Keflavík-Valur 67-95 (Valur +28) 4. leikur: Valur-Keflavík 56-78 (Keflavík +22) Framhald: Keflavík vann líka næsta leik á heimavelli og tryggði sér titilinn41 stig á milli 1. og 2. leiks í einvígi Keflavíkur og Snæfells 2010 1. leikur: Keflavík-Snæfell 97-78 (Keflavík +19) 2. leikur: Snæfell-Keflavík 91-69 (Snæfell +22) Framhald: Þriðji leikurinn í Keflavík á morgun klukkan 16.00.41 stig á milli 1. og 2. leiks í einvígi Grindavíkur og Keflavíkur 1996 1. leikur: Grindavík-Keflavík 66-76 (Keflavík +9) 2. leikur: Keflavík-Grindavík 54-86 (Grindavík +32) Framhald: Grindavík vann líka næsta leik á heimavelli og loks titilinn í sjötta leik.39 stig á milli 1. og 2. leiks í einvígi Njarðvíkur og Keflavíkur 1991 1. leikur: Njarðvík-Keflavík 96-59 (Njarðvík +37) 2. leikur: Keflavík-Njarðvík 75-73 (Keflavík +2) Framhald: Keflavík vann líka næsta leik á útivelli en Njarðvík vann tvo síðustu leikina og titilinn. Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta í ár hefur byrjað á tveimur stórum heimasigrum og sveiflan hefur verið svo mikil á milli leikja að ástæða er að fletta upp í sögubókunum. Snæfell svaraði fyrir 19 stiga tap liðsins í fyrsta leiknum í Keflavík með því að vinna 22 stiga sigur í Hólminum í gær. Þetta er 41 stigs sveifla milli leikja og aðeins tvisvar áður hefur orðið meiri sveifla milli leikja í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla. Metið er síðan í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Njarðvíkur frá árinu 1994. Grindavík komst þá í 2-1 í úrslitaeinvíginu með öruggum 23 stiga sigri á heimavelli. Njarðvíkingar unnu næsta leik hinsvegar með 28 stigum í Njarðvík og tryggðu sér síðan titilinn með eins stigs sigri í oddaleiknum í Grindavík. Tveimur árum áður hafði Keflavík gert hið sama. Valur vann þá 28 stiga sigur í keflavík og gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik. Þann leik vann Keflavík hinsvegar með 22 stigum og tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 9 stiga sigri á heimavelli. Mesta sveifla milli leikja í lokaúrslitum karla51 stig á milli 3. og 4. leiks í einvígi Grindavíkur og Njarðvíkur 1994 3. leikur: Grindavík-Njarðvík 90-67 (Grindavík +23) 4. leikur: Njarðvík-Grindavík 93-65 (Njarðvík +28) Framhald: Njarðvík vann líka næsta leik í Grindavík og tryggði sér titilinn50 stig á milli 3. og 4. leiks í einvígi Keflavíkur og Val 1992 3. leikur: Keflavík-Valur 67-95 (Valur +28) 4. leikur: Valur-Keflavík 56-78 (Keflavík +22) Framhald: Keflavík vann líka næsta leik á heimavelli og tryggði sér titilinn41 stig á milli 1. og 2. leiks í einvígi Keflavíkur og Snæfells 2010 1. leikur: Keflavík-Snæfell 97-78 (Keflavík +19) 2. leikur: Snæfell-Keflavík 91-69 (Snæfell +22) Framhald: Þriðji leikurinn í Keflavík á morgun klukkan 16.00.41 stig á milli 1. og 2. leiks í einvígi Grindavíkur og Keflavíkur 1996 1. leikur: Grindavík-Keflavík 66-76 (Keflavík +9) 2. leikur: Keflavík-Grindavík 54-86 (Grindavík +32) Framhald: Grindavík vann líka næsta leik á heimavelli og loks titilinn í sjötta leik.39 stig á milli 1. og 2. leiks í einvígi Njarðvíkur og Keflavíkur 1991 1. leikur: Njarðvík-Keflavík 96-59 (Njarðvík +37) 2. leikur: Keflavík-Njarðvík 75-73 (Keflavík +2) Framhald: Keflavík vann líka næsta leik á útivelli en Njarðvík vann tvo síðustu leikina og titilinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira