Sveppi rakar inn seðlum 15. september 2010 06:00 Ótrúlegar vinsældir Sverrir Þór, Sveppi, er vinsælasta barnastjarna landsins. Ótvíræð sönnun þess eru ellefu þúsund gestir um frumsýningarhelgi Algjörs Sveppa og dularfulla hótelherbergisins með Sveppa, Góa og Villa í aðalhlutverkum og Braga Hinrikssyni við stjórnvölinn.Fréttablaðið/Stefán Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson er vinsælasta barnastjarna landsins. Það sannaðist rækilega um helgina þegar ellefu þúsund manns borguðu sig inn til að sjá Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í bíó. Það þýðir að minnst tíu milljónir skiluðu sér í kassann og líklega talsvert meira. Þetta er þriðja besta frumsýningarhelgi íslenskrar myndar frá því að formlegar mælingar hófust; aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa trekkt fleiri að. Sveppi bætir við sig frá fyrri myndinni; 8.500 sáu hana fyrstu helgina í fyrra og í heild 33 þúsund. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa bolir úr myndinni selst eins og heitar lummur. Jólin koma því snemma hjá Sveppa & co í ár. „Ég ætla ekkert að skipta út Suzuki-bílnum og kaupa mér lúxuskerru. Þetta sýnir bara að við getum búið til bíómyndir sem krakkarnir vilja sjá,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur verið á þönum að undanförnu við að kynna myndina og tók meðal annars á móti árrisulum gestum Sambíóanna um frumsýningarhelgina þegar þeir mættu klukkan tíu til að sjá hetjuna sína að störfum. „Ég varð barn í klukkutíma. Það var allt tryllt fyrir utan, krakkarnir voru svo spenntir. Síðan datt allt í dúnalogn þegar myndin byrjaði en þegar hún var búin varð allt tryllt aftur,“ segir Sverrir sem ætlar að fá þá Villa og Góa með sér um helgina til að taka á móti morgungestunum í bíóunum við Álfabakka. Sveppi segist þegar vera farinn að leggja drög að þriðju myndinni, það hafi einhvern veginn alltaf legið fyrir. „Upphaflega vildi ég hafa kvikmyndagerðina eins auðvelda og hægt var. En síðan áttar maður sig á því að maður getur ekki annað en vandað sig. Krakkar eru nefnilega hörðustu gagnrýnendurnir sem maður fær og þeir eru fljótir að yfirgefa mann ef manni mistekst að halda athygli þeirra,“ segir Sverrir. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið