Lífið

Fastur gestalisti á P Bar

P Bar er nýr bar í miðbæ Reykjavíkur.
P Bar er nýr bar í miðbæ Reykjavíkur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýjum bar sem er staðsettur þar sem Austurstræti og Pósthússtræti mætast. Barinn ber heitið P Bar. Það sem vekur athygli er að aldurstakmarkið er 25 ár inn á staðinn og gestir geta sótt um að vera á gestalistanum á Facebook.

„Staðurinn er lítill og kósý og þar hefur undanfarnar vikur myndast eftirsóknarvert andrúmsloft," svarar Daddi disco, sem er plötusnúður staðarins ásamt Hlyn Mastermix, spurður út í nýja staðinn.

„P Bar höfðar mjög sterkt til þeirra sem gera kröfur um góða þjónustu, þægilegt andrúmsloft og vilja gera vel við sig. Staðurinn opnar snemma og við byrjum að spila um tíu leitið skemmtilega kokteiltónlist en um miðnættið er það púkatónlistin sem ræður ríkjum og þá getur allt gerst. Þetta hefur mælst gríðarlega vel fyrir og gestir hafa lýst yfir ánægju með það að loks sé í boði staður af þessu tagi í miðbænum," segir Daddi.

„Útgangspunkturinn er gott partý meðal vina," bætir hann við.

„Við erum með fastan gestalista líkt og ég kom á á Thorvaldsen bar í denn enda leggjum við áherslu á að mæta kröfum okkar viðskiptavina um persónulega þjónustu og persónuleg samskipti.

P Bar notar Facebook til að halda utan um þann hóp sem er á föstum gestalista. Sjá nánar hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.