FIH bankinn eykur væntingar um hagnað ársins 12. ágúst 2010 10:06 FIH bankinn í Danmörku, sem er í íslenskri eigu, hefur aukið við væntingar sínar um hagnaðinn á þessu ári. Nú gerir bankinn ráð fyrir að hagnaðurinn nemi 450 milljónum danskra kr. eða rúmlega níu milljarða kr. eftir skatta. FIH bankinn hefur skilað uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en hagnaður bankans á því tímabili nam 102 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða rúmlega 2,1 milljarði kr. Til samanburðar var hagnaðurinn aðeins 24 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra. Hinn góði árangur í ár er einkum vegna þess hve dregið hefur úr afskriftaþörf bankans á slæmum lánum. Afskriftirnar námu 188,5 milljónum danskra kr. á ársfjórðungnum sem er helmingi lægri upphæð en á sama tímabili í fyrra. Áður hafði FIH bankinn reiknað með að hagnaðurinn eftir árið yrði 400 milljónir danskra kr. eftir skatta en nú hefur sú upphæð verið hækkuð um 50 milljónir danskra kr. Hans Skov Christensen stjórnarformaður FIH segir að uppgjörið sé ásættanlegt fyrir stjórn bankans. FIH bankinn er alfarið í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabanki Íslands á einnig mikilla hagsmuna að gæta þar sem hann heldur á allsherjarveði í bankanum upp á 500 milljónir evra fyrir láni sem veitt var Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku, sem er í íslenskri eigu, hefur aukið við væntingar sínar um hagnaðinn á þessu ári. Nú gerir bankinn ráð fyrir að hagnaðurinn nemi 450 milljónum danskra kr. eða rúmlega níu milljarða kr. eftir skatta. FIH bankinn hefur skilað uppgjöri fyrir annan ársfjórðung en hagnaður bankans á því tímabili nam 102 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða rúmlega 2,1 milljarði kr. Til samanburðar var hagnaðurinn aðeins 24 milljónum danskra kr. á sama tímabili í fyrra. Hinn góði árangur í ár er einkum vegna þess hve dregið hefur úr afskriftaþörf bankans á slæmum lánum. Afskriftirnar námu 188,5 milljónum danskra kr. á ársfjórðungnum sem er helmingi lægri upphæð en á sama tímabili í fyrra. Áður hafði FIH bankinn reiknað með að hagnaðurinn eftir árið yrði 400 milljónir danskra kr. eftir skatta en nú hefur sú upphæð verið hækkuð um 50 milljónir danskra kr. Hans Skov Christensen stjórnarformaður FIH segir að uppgjörið sé ásættanlegt fyrir stjórn bankans. FIH bankinn er alfarið í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabanki Íslands á einnig mikilla hagsmuna að gæta þar sem hann heldur á allsherjarveði í bankanum upp á 500 milljónir evra fyrir láni sem veitt var Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira