McLaren vill sextánda sigurinn í Mónakó 11. maí 2010 17:15 Lewis Hamilton í undirgöngunum í Mónakó í fyrra. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh. Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. "Ég held að ökumenn vilji hafa þurra braut í Mónakó. Brautin er mjög þröng og varasöm ef það rignir, en báðir ökumenn okkar eru góðir í rigningu", sagði Whitmarsh á vefsíðu autosport.com í dag. "Brautin í Mónakó hefur sérstöðu. Red Bull menn voru hraðir á Spáni í tímatökum, en við vorum nær þeim í keppninni. McLaren hefur unnið fimmtán sinnum í Mónakó, oftar en nokkuð annað lið og við munum reyna að ná þeim sextánda, hvort sem það rignir eður ei." Skoðað var af keppnisliðum hvort tvískipta ætti fyrstu umferð tímatökunnar, þar sem fjöldi nýrra liða sem fara hægt yfir gæti skapað hættu. En af því verður ekki. Öll lið keppa saman í fyrstu umferð. "Það verður mjög, mjög erfitt fyrir alla. Það eru sex bílar sem eru hægfara og það er bara staðreynd sem þarf að kyngja. Þeir hafa verið 6-7 sekúndum hægari og menn eru að ná ná hvor öðrum í Mónakó. Það hefur alltaf verið erfitt að keyra Mónakó og það mun eitthvað gerast. Sumum finnst það skemmtun að það sé vesen, en ég er ekki einn af þeim", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira