Shutter Island: fjórar stjörnur 17. mars 2010 00:01 Scorsese stýrir hér frábærum hópi leikara með nýja óskabarnið sitt, DiCaprio, í fararbroddi. Leo lendir í GaukshreiðriShutter Island **** Leikstjóri: Martin Scorsese Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Mark Ruffalo, Ben KingsleyÁrið er 1954. Á hinni einangruðu Shutter-eyju er rekið öryggisgeðsjúkrahús fyrir snældubilaða og óforbetranlega ofbeldisfauta og morðingja. Þegar einn vistmannanna hverfur sporlaust er alríkislögreglan kölluð til og á staðinn mæta tveir vaskir lögreglumenn, Teddy og Chuck, sem Leonardo DiCaprio og Mark Ruffalo leika.Stormur er í aðsigi þannig að allt útlit er fyrir að lögreglumennirnir verði veðurtepptir á þessum undarlega stað þar sem starfsfólkið er eiginlega skuggalegra en vistmennirnir.Þrúgandi andrúmsloft einangrunar og annarleika hvílir yfir hælinu og sturlunin sem svífur yfir vötnum er svo þrúgandi að ekki líður á löngu þar til aðalhetjan okkar, hann Teddy, fer að efast um geðheilsu sína og hálfgert ofsóknaræði rennur á hann þegar hann áttar sig á því að hann er genginn í gildru geðlæknanna, sem stunda hryllilegar tilraunir á sjúklingum sínum, og á vart afturkvæmt.Leonardo DiCaprio er öflugur leikari sem gerir Teddy stórfín skil en þessi glöggi lögreglumaður er með allskyns beinagrindur í farteskinu og því veikur fyrir þegar hann er kominn á þennan sjúka stað sem er tíu sinnum verri en Gaukshreiðrið. Hann syrgir enn eiginkonu sína sem brann inni eftir að brennuvargur kveikti í heimili þeirra og minningar úr stríðinu sækja á hann en hann var í hópi bandarískra hermanna sem frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista. Það er ekki nóg með að Teddy sjái samsvörun milli læknanna og hrottanna sem dunduðu sér við að murka lífið úr gyðingum í Dachau heldur er hann fyrst og fremst kominn til þess að finna manninn sem hann telur bera ábyrgð á dauða konu sinnar og mun vera vistaður með leynd á eyjunni.Martin Scorsese er besti kvikmyndaleikstjóri í heimi. Um það þarf ekkert að þræta sérstaklega og í þessari mynd sýnir hann alls konar meistaratakta og eflist með hverjum ramma sem færir Teddy fjær raunveruleikanum og nær botnlausri geðbilun. Áhorfandinn sogast því óhjákvæmilega inn í furðuheim hælisins, sundlar á köflum yfir gamalreyndum leikfimiæfingum með tökuvélina sem skekkja sýn hans og Teddys á raunveruleikann þannig að það er ekki hægt að segja annað en að maður þjáist með Teddy greyinu.Scorsese stýrir hér frábærum hópi leikara með nýja óskabarnið sitt, DiCaprio, í fararbroddi. Ben Kingsley, Max Von Sydow og Ted Levine klikka ekki og hinn sorglega sjaldséði Mark Ruffalo er flottur að vanda.Plottið er eiginlega eini veikleiki myndarinnar þar sem framvindan er nokkuð dæmigerð fyrir myndir um fólk sem telur sig vera að missa vitið og endirinn er sorglega fyrirsjáanlegur þótt leiðin að honum sé heilmikil veisla fyrir augað. Scorsese er því í miklu stuði á Shutter-eyju þótt hann hafi oft verið miklu betri.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Scorsese er klárasti leikstjóri í heimi og sýnir hér eiginlega allar sínar bestu hliðar en sagan er því miður veikasti hlekkur Shutter Island þannig að í lokin er boðið upp á hálf vandræðalega lausn á annars frábærri mynd. Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leo lendir í GaukshreiðriShutter Island **** Leikstjóri: Martin Scorsese Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Mark Ruffalo, Ben KingsleyÁrið er 1954. Á hinni einangruðu Shutter-eyju er rekið öryggisgeðsjúkrahús fyrir snældubilaða og óforbetranlega ofbeldisfauta og morðingja. Þegar einn vistmannanna hverfur sporlaust er alríkislögreglan kölluð til og á staðinn mæta tveir vaskir lögreglumenn, Teddy og Chuck, sem Leonardo DiCaprio og Mark Ruffalo leika.Stormur er í aðsigi þannig að allt útlit er fyrir að lögreglumennirnir verði veðurtepptir á þessum undarlega stað þar sem starfsfólkið er eiginlega skuggalegra en vistmennirnir.Þrúgandi andrúmsloft einangrunar og annarleika hvílir yfir hælinu og sturlunin sem svífur yfir vötnum er svo þrúgandi að ekki líður á löngu þar til aðalhetjan okkar, hann Teddy, fer að efast um geðheilsu sína og hálfgert ofsóknaræði rennur á hann þegar hann áttar sig á því að hann er genginn í gildru geðlæknanna, sem stunda hryllilegar tilraunir á sjúklingum sínum, og á vart afturkvæmt.Leonardo DiCaprio er öflugur leikari sem gerir Teddy stórfín skil en þessi glöggi lögreglumaður er með allskyns beinagrindur í farteskinu og því veikur fyrir þegar hann er kominn á þennan sjúka stað sem er tíu sinnum verri en Gaukshreiðrið. Hann syrgir enn eiginkonu sína sem brann inni eftir að brennuvargur kveikti í heimili þeirra og minningar úr stríðinu sækja á hann en hann var í hópi bandarískra hermanna sem frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista. Það er ekki nóg með að Teddy sjái samsvörun milli læknanna og hrottanna sem dunduðu sér við að murka lífið úr gyðingum í Dachau heldur er hann fyrst og fremst kominn til þess að finna manninn sem hann telur bera ábyrgð á dauða konu sinnar og mun vera vistaður með leynd á eyjunni.Martin Scorsese er besti kvikmyndaleikstjóri í heimi. Um það þarf ekkert að þræta sérstaklega og í þessari mynd sýnir hann alls konar meistaratakta og eflist með hverjum ramma sem færir Teddy fjær raunveruleikanum og nær botnlausri geðbilun. Áhorfandinn sogast því óhjákvæmilega inn í furðuheim hælisins, sundlar á köflum yfir gamalreyndum leikfimiæfingum með tökuvélina sem skekkja sýn hans og Teddys á raunveruleikann þannig að það er ekki hægt að segja annað en að maður þjáist með Teddy greyinu.Scorsese stýrir hér frábærum hópi leikara með nýja óskabarnið sitt, DiCaprio, í fararbroddi. Ben Kingsley, Max Von Sydow og Ted Levine klikka ekki og hinn sorglega sjaldséði Mark Ruffalo er flottur að vanda.Plottið er eiginlega eini veikleiki myndarinnar þar sem framvindan er nokkuð dæmigerð fyrir myndir um fólk sem telur sig vera að missa vitið og endirinn er sorglega fyrirsjáanlegur þótt leiðin að honum sé heilmikil veisla fyrir augað. Scorsese er því í miklu stuði á Shutter-eyju þótt hann hafi oft verið miklu betri.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Scorsese er klárasti leikstjóri í heimi og sýnir hér eiginlega allar sínar bestu hliðar en sagan er því miður veikasti hlekkur Shutter Island þannig að í lokin er boðið upp á hálf vandræðalega lausn á annars frábærri mynd.
Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira