Hamilton og Alonso sáttir 5. júlí 2010 15:34 Alonso og Hamilton labba hér saman eins og góðir félagar. Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs. "Við erum í sambandi. Hann er með mitt símanúmer og ég hans. Við sendum skeyti hvor á annan um daginn og allt er í góðu", sagði Hamilton í samtali við Reuters, samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég sendi honum skeyti til að sjá hvernig honum liði og hann sagði allt í sóma og hann vissi hvernig kappakstursheimurinn virkar og að þetta er erfitt ár." Hamilton keppir á heimavelli um helgina á breyttri Silverstone braut. Þangað mun faðir hans Anthony mæta, en hann var áður umboðsmaður Hamiltons. "Ég er búinn að bjóða allri fjölskyldunni og nánast allir mæta. Ég hef þroskast mikið á því að sjá um eigin mál og hafa stjórn á hlutunum", sagði Hamilton um hvernig það væri að vera án föður síns sem umboðsmanns. "Ég er nokkuð stoltur af því að hafa stokkið á þetta. Ég hef beðið fólk að sýna þolinmæði á fundum og hef smám saman einbeitt mér að ákveðnum þáttum, sem ég skildi ekki áður og þurfti að læra á." Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs. "Við erum í sambandi. Hann er með mitt símanúmer og ég hans. Við sendum skeyti hvor á annan um daginn og allt er í góðu", sagði Hamilton í samtali við Reuters, samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég sendi honum skeyti til að sjá hvernig honum liði og hann sagði allt í sóma og hann vissi hvernig kappakstursheimurinn virkar og að þetta er erfitt ár." Hamilton keppir á heimavelli um helgina á breyttri Silverstone braut. Þangað mun faðir hans Anthony mæta, en hann var áður umboðsmaður Hamiltons. "Ég er búinn að bjóða allri fjölskyldunni og nánast allir mæta. Ég hef þroskast mikið á því að sjá um eigin mál og hafa stjórn á hlutunum", sagði Hamilton um hvernig það væri að vera án föður síns sem umboðsmanns. "Ég er nokkuð stoltur af því að hafa stokkið á þetta. Ég hef beðið fólk að sýna þolinmæði á fundum og hef smám saman einbeitt mér að ákveðnum þáttum, sem ég skildi ekki áður og þurfti að læra á."
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira