Viðskipti erlent

Hagfræðiprófessor fullyrðir að Bandaríkin séu gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabankinn hefur prentað peninga til þess að reyna að halda hagkerfinu á lífi. Mynd/ afp.
Seðlabankinn hefur prentað peninga til þess að reyna að halda hagkerfinu á lífi. Mynd/ afp.
Bandarískur hagfræðiprófessor fullyrðir að Bandaríkin séu í raun gjaldþrota. Skattar þurfi að tvöfaldast til þess að hægt sé að ná tökum á skuldastöðu ríkisins.

Fjallað er um stöðu Bandaríkjanna á danska viðskiptavefnu epn.dk. Þar segir að peningaprentvélarnar séu rauðglóandi. Bandaríkjastjórn og seðlabankinn þar í landi dæli milljörðum dala í hagkerfið til að halda lífi í því.

Vefurinn vísar í orð Laurence Kotlikoff, hagfræðiprófessors við Boston University, sem sagði í samtali við Bloomberg fréttaveituna að staða Bandaríkjanna væri verri en staða Grikklands. Máli sínu til stuðnings vísaði Kotikoff í nýlega skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kom út í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×