„Ég er ekki kominn hingað til að vera í stúkunni. Ég tel mig vera tilbúinn til að spila," segir Arjen Robben sem segist vera tilbúinn í slaginn fyrir síðari leik FC Bayern gegn Manchester United.
Robben missti af fyrri leiknum vegna meiðsla á kálfa en Bæjarar hafa 2-1 forystu að verja eftir fyrri leikinn.