Framtíð Hispania liðsins óljós 11. ágúst 2010 10:50 Bruno Senna á Hispania bílnum. Mynd: Getty Images Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar. "Fjárhagsörðugleikarnir hafa hindrað framþróun bílsins, en það verður hægt að reka liðið til loka ársins. En við erum ekki eins og Red Bull sem getur bætt bíla sína á milli móta með nýjungum", sagði Senna í samtali við brasilíska fjölmiðla í vikunni. Frá þessu segir á autosport.com. Senna gekk til liðs við Hispania og vissi að það var áhætt að hefja leika með nýju liði. Hin nýju liðin eru Virgin og Lotus. Bernie Ecclestone lét í veðri vaka á dögunum að hann yrði ekki hissa ef einhver liði týndu tölunni á árinu og átti þá við nýju liðin. "Það eru fá lið örugg á ráslínunni á næsta ári. Formúlu 1 er ekki auðveldur vettvangur og Hispania og önnur lið geta ekki verið viss um neitt", sagði Senna. "Við vissum að þetta var áhættusamt, en gerðum fastmótaðan samning um starf ökumanns hjá liðinu. Við vissum ekki hvað var í vændum. Þetta hefur verið mikill lærdómur og við hófum tímabilið án þess að hafa æft nokkuð. Við höfum nýtt bílinn eins og kostur er", sagði Senna. Hispania er í viðræðum við Toyota um að fá að nota hluti úr bíl liðsins, en það er flókið mál vegna reglna um slíkt frá FIA. Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar. "Fjárhagsörðugleikarnir hafa hindrað framþróun bílsins, en það verður hægt að reka liðið til loka ársins. En við erum ekki eins og Red Bull sem getur bætt bíla sína á milli móta með nýjungum", sagði Senna í samtali við brasilíska fjölmiðla í vikunni. Frá þessu segir á autosport.com. Senna gekk til liðs við Hispania og vissi að það var áhætt að hefja leika með nýju liði. Hin nýju liðin eru Virgin og Lotus. Bernie Ecclestone lét í veðri vaka á dögunum að hann yrði ekki hissa ef einhver liði týndu tölunni á árinu og átti þá við nýju liðin. "Það eru fá lið örugg á ráslínunni á næsta ári. Formúlu 1 er ekki auðveldur vettvangur og Hispania og önnur lið geta ekki verið viss um neitt", sagði Senna. "Við vissum að þetta var áhættusamt, en gerðum fastmótaðan samning um starf ökumanns hjá liðinu. Við vissum ekki hvað var í vændum. Þetta hefur verið mikill lærdómur og við hófum tímabilið án þess að hafa æft nokkuð. Við höfum nýtt bílinn eins og kostur er", sagði Senna. Hispania er í viðræðum við Toyota um að fá að nota hluti úr bíl liðsins, en það er flókið mál vegna reglna um slíkt frá FIA.
Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira