Í Bóksölunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. september 2010 06:00 Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið - framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Mér fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfirleitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?" Þetta er ekki fyrirspurnin sem þú vilt heyra við afgreiðsluborð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja" og „óekki" til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. Einn samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu," sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?" „Já." „Og er þessi bók til prófs þar?" „Já, það held ég." „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?" „Ja, eitthvað í þá áttina." Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?" Ef vel tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verkfræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið - framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Mér fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfirleitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?" Þetta er ekki fyrirspurnin sem þú vilt heyra við afgreiðsluborð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja" og „óekki" til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. Einn samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu," sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?" „Já." „Og er þessi bók til prófs þar?" „Já, það held ég." „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?" „Ja, eitthvað í þá áttina." Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?" Ef vel tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verkfræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun