Nýbakaður DTM-meistari vonast eftir Formúlu 1 sæti 29. nóvember 2010 13:58 Paul di Resta og Timo Scheider á verðalaunapallinum í Sjanghæ á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Hasan Bratic Bongarts Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru keppnisökumenn Force India í ár. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru keppnisökumenn Force India í ár.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira