Lotus meðal fimm fremstu 2013 31. mars 2010 12:09 Tony Fernandez ásamt ökumönnum Lotus liðsins. mynd: Getty Images Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira