Umfjöllun: Andlausir ÍR-ingar auðveld bráð fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 25. mars 2010 18:20 Morgan Lewis tróð nokkrum sinnum með tilþrifum í kvöld. Mynd/Valli KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira