Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2010 10:30 Sebastian Vettel hjá Red Bull. Mynd/AFP Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. Sebastian Vettel var í góðri stöðu í fyrstu tveimur keppnunum í Barein og Ástralíu en vandræði með bílinn kostuðu hann sigurinn í þeim báðum. Nú hélt bíllinn út og Vettel vann glæsilegan sigur. Nico Rosberg hjá Mercedes varð í þriðja sæti í kappakstrinum en McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu aðeins sjötta og áttunda sæti. Felipe Massa hjá Ferrari hefur forustuna í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endað í sjöunda sæti en Fernando Alonso varð að hætta keppni í lok kappakstursins í dag. Spennan er orðið mjög mikil þar sem munar aðeins fjórum stigum á efstu fimm ökumönnunum. Michael Schumacher varð að hætta keppni eftir níu hringi þegar bíllinn hans bilaði en Schumacher er aðeins í 10. sæti í keppni ökumanna.Lokaröð keppenda í Malasíu-kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel,Red Bull-Renault 25 stig 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 18 stig 3. Nico Rosberg, Mercedes GP 15 stig 4. Robert Kubica, Renault 12 stig 5. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 8 stig 7. Felipe Massa, Ferrari 6 stig 8. Jenson Button, McLaren-Mercedes 4 stig 9. Jaime Alguersuari, Toro Rosso-Ferrari 2 stig 10. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth 1 stigStaðan í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn: 1. Felipe Massa, Ferrari 39 stig 2. Fernando Alonso, Ferrari 37 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 37 stig 4. Jenson Button, McLaren-Mercedes 35 stig 5. Nico Rosberg, Mercedes GP 35 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 31 stig 7. Robert Kubica, Renault 30 stig 8. Mark Webber, Red Bull-Renault 24 stig 9. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes GP 9 stig Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. Sebastian Vettel var í góðri stöðu í fyrstu tveimur keppnunum í Barein og Ástralíu en vandræði með bílinn kostuðu hann sigurinn í þeim báðum. Nú hélt bíllinn út og Vettel vann glæsilegan sigur. Nico Rosberg hjá Mercedes varð í þriðja sæti í kappakstrinum en McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button náðu aðeins sjötta og áttunda sæti. Felipe Massa hjá Ferrari hefur forustuna í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endað í sjöunda sæti en Fernando Alonso varð að hætta keppni í lok kappakstursins í dag. Spennan er orðið mjög mikil þar sem munar aðeins fjórum stigum á efstu fimm ökumönnunum. Michael Schumacher varð að hætta keppni eftir níu hringi þegar bíllinn hans bilaði en Schumacher er aðeins í 10. sæti í keppni ökumanna.Lokaröð keppenda í Malasíu-kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel,Red Bull-Renault 25 stig 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 18 stig 3. Nico Rosberg, Mercedes GP 15 stig 4. Robert Kubica, Renault 12 stig 5. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 8 stig 7. Felipe Massa, Ferrari 6 stig 8. Jenson Button, McLaren-Mercedes 4 stig 9. Jaime Alguersuari, Toro Rosso-Ferrari 2 stig 10. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth 1 stigStaðan í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn: 1. Felipe Massa, Ferrari 39 stig 2. Fernando Alonso, Ferrari 37 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 37 stig 4. Jenson Button, McLaren-Mercedes 35 stig 5. Nico Rosberg, Mercedes GP 35 stig 6. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes 31 stig 7. Robert Kubica, Renault 30 stig 8. Mark Webber, Red Bull-Renault 24 stig 9. Adrian Sutil, Force India-Mercedes 10 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes GP 9 stig
Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira