Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur 11. september 2010 17:59 Felipe Massa, Fernando Alonso og Jenson Button voru með bestu tímanna í dag á Monza og Alonso ræsir fremstur af stað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. "Þetta kom á óvart. Þegar ég stöðvaði bílinn og mér var sagt að við hefðum haldið fyrsta sætinu, þá bjóst ég við að einhver myndi slá tíma minn út eins og hefur oft gerst á árinu. En við náðum besta tíma og það kom nokkuð á óvart. Það er frábært að ná besta tíma fyrir Ferrari á Ítalíu", sagði Alonso á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Alonso náði besta tímanum í fyrri hluta tímatökunnar sem er líka fremur óvenjulegt, ekki á seinasta sprettinum um brautina. "Fyrsta tilraun mín var til að ná öruggum tíma, en í seinni tilraun tökum við meiri sjénsa. Stundum gengur venjuelgur hringur betur, en sá sem tekinn er áhætta í. Það er erfitt að stýra bílunum gegnum krappar beygjurnar og auðvelt að ofkeyra bílinn, þannig að fyrsta tilraunin var yfirvegaðari og virkaði betur." Alonso er í titilslag við fimm ökumenn og neðstur þeirra að stigum. Lewis Hamilton er efstur með 182 stig, þá Mark Webber með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Button 141. "Ég tel að við þurfum að ná á verðlaunapall á morgun til að vera með í slagnum. Það er ekki þung pressa á sigur á morgun eða í næstu mótum, en við höfum ekki efni á vandræðum með bílinn og slök úrslit. Þolgæði eru mikilvæg og lágmark að komast á verðlaunapall. Það væri frábært að vinna mótið, en fyrst og fremst þurfum við þolgæði sem hefur skort á árinu. Þess vegna höfum við ekki verið að berjast á toppnum. En við eigum góða möguleika á morgun og sjáum hvað keppinautar okkar gera", sagði Alonso. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira