Tónlist ***
This Mess We´ve Made
Útidúr
Fyrsta plata tólf manna hljómsveitarinnar Útidúrs er uppfull af heimilislegu kammerpoppi þar sem fjöldi hljóðfæra kemur við sögu, meðal annars harmóníka, básúna og fiðlur.
Fishersman´s Friend, Up & Down, Let´s Make Room og Mind Your Stay eru öll góð en besta lag plötunnar er líklega Ballaðan.
Einhverjir hafa líkt Útidúr við Hjaltalín en hérna er léttleikinn öllu meiri. Textar plötunnar eru flestir rómantískir og passa vel við tónlistina, rétt eins og stílfagurt umslagið.
Niðurstaða: Fyrsta plata hinnar efnilegu Útidúrs er bæði rómantísk og heimilisleg.