Hugsanlega besta mynd Baltasars Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. október 2010 09:00 Dermot Mulroney skilar sínu með ágætum, sjálfsagt betur en margir af hans þekktari kollegum hefðu gert. Kvikmyndir **** Inhale Leikstjóri: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, Diane Kruger, Mia Stallard, Vincent Perez, Jordi Mollà og Sam Shepard. Feigðarflan í Mexíkó Líffærabrask er með óhugnanlegri fylgifiskum nútíma læknavísinda. Kvikmyndagerðarmenn vestan hafs hafa vissulega velt fyrir sér siðferðilegum álitamálum í sambandi við líffæragjafir, oftar en ekki í vísindaskáldskap á borð við The Island og í hinni væntanlegu Never Let Me Go, þar sem klón eru ræktuð til líffæragjafar. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er hins vegar rækileg áminning um að það þarf ekki að skyggnast inn í framtíðina til að finna hrollvekjandi sögur af því hvernig líffæri ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. Hér segir frá bandarískum hjónum, saksóknara og frú, sem sjá fram á að missa dóttur sína af völdum lungnasjúkdóms nema hún fái lungnaígræðslu. Heilsu dótturinnar fer sífellt hrakandi og líkurnar á líffæragjöf minnka sífellt. Þegar öll von virðist úti er þeim bent á annan möguleika: að fara suður til Mexíkó, þar sem líffæri séu föl í undirheimunum fyrir rétt verð. Faðirinn heldur því upp á von og óvon inn í skuggaheima Juarez í Mexíkó og kemst fljótt að raun um að það á eftir að kosta talsvert meira en peninga að bjarga lífi dóttur hans. Inhale er sjötta kvikmyndin sem Baltasar leikstýrir, þar af sú önnur sem er á ensku. Skemmst er frá því að segja að Inhale er talsvert betur lukkuð en hin brokkgenga A Little Trip to Heaven og tvímælalaust með því besta sem Baltasar Kormákur hefur gert á hvíta tjaldinu. Fyrst ber að nefna stórgott handrit þeirra Walters Doty og Johns Claflin. Persónurnar og sagan eru sannfærandi, framvindan er fumlaus og spennandi og liggur um óvæntar krókaleiðir og refilstigu Juarez þar sem venjulegu fólki er stillt upp á siðferðislegum krossgötum. Baltasar kemur þessu vel til skila, með góðu liðsinni Óttars Guðnasonar myndatökumanns og Elísabetar Ronaldsdóttur klippara. Leikhópurinn er traustur. Mest mæðir á Dermot Mulroney í hlutverki föðurins, sem er jafnframt fulltrúi lagabókstafsins og glímir við meiri togstreitu en eiginkona hans, sem móðurástin rekur fyrst og fremst áfram. Mulroney er sæmilega farsæll leikari (sérlega eftirminnilegur sem verðandi tengdasonur Jacks Nicholson í About Schmidt) og skilar sínu með ágætum, sjálfsagt betur en margir af hans þekktari kollegum hefðu gert. Diane Kruger er sömuleiðis fín í hlutverki móðurinnar, hinn svipsterki Jordi Mollà er eftirminnilegur skúrkur og gamla brýnið Sam Shepard er traustur að vanda. Útkoman verður þrælmögnuð spennumynd, sem bregður ljósi á vægðarlausan heim misskiptingar og skorts og spyr áleitinna siðferðisspurninga - meira en flestar kvikmyndir af þessari tegund gera nú til dags. Niðurstaða: Mjög vel heppnuð spennumynd sem spyr áleitinna siðferðisspurninga. Hugsanlega besta mynd Baltasars hingað til. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir **** Inhale Leikstjóri: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, Diane Kruger, Mia Stallard, Vincent Perez, Jordi Mollà og Sam Shepard. Feigðarflan í Mexíkó Líffærabrask er með óhugnanlegri fylgifiskum nútíma læknavísinda. Kvikmyndagerðarmenn vestan hafs hafa vissulega velt fyrir sér siðferðilegum álitamálum í sambandi við líffæragjafir, oftar en ekki í vísindaskáldskap á borð við The Island og í hinni væntanlegu Never Let Me Go, þar sem klón eru ræktuð til líffæragjafar. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er hins vegar rækileg áminning um að það þarf ekki að skyggnast inn í framtíðina til að finna hrollvekjandi sögur af því hvernig líffæri ganga kaupum og sölum á svörtum markaði. Hér segir frá bandarískum hjónum, saksóknara og frú, sem sjá fram á að missa dóttur sína af völdum lungnasjúkdóms nema hún fái lungnaígræðslu. Heilsu dótturinnar fer sífellt hrakandi og líkurnar á líffæragjöf minnka sífellt. Þegar öll von virðist úti er þeim bent á annan möguleika: að fara suður til Mexíkó, þar sem líffæri séu föl í undirheimunum fyrir rétt verð. Faðirinn heldur því upp á von og óvon inn í skuggaheima Juarez í Mexíkó og kemst fljótt að raun um að það á eftir að kosta talsvert meira en peninga að bjarga lífi dóttur hans. Inhale er sjötta kvikmyndin sem Baltasar leikstýrir, þar af sú önnur sem er á ensku. Skemmst er frá því að segja að Inhale er talsvert betur lukkuð en hin brokkgenga A Little Trip to Heaven og tvímælalaust með því besta sem Baltasar Kormákur hefur gert á hvíta tjaldinu. Fyrst ber að nefna stórgott handrit þeirra Walters Doty og Johns Claflin. Persónurnar og sagan eru sannfærandi, framvindan er fumlaus og spennandi og liggur um óvæntar krókaleiðir og refilstigu Juarez þar sem venjulegu fólki er stillt upp á siðferðislegum krossgötum. Baltasar kemur þessu vel til skila, með góðu liðsinni Óttars Guðnasonar myndatökumanns og Elísabetar Ronaldsdóttur klippara. Leikhópurinn er traustur. Mest mæðir á Dermot Mulroney í hlutverki föðurins, sem er jafnframt fulltrúi lagabókstafsins og glímir við meiri togstreitu en eiginkona hans, sem móðurástin rekur fyrst og fremst áfram. Mulroney er sæmilega farsæll leikari (sérlega eftirminnilegur sem verðandi tengdasonur Jacks Nicholson í About Schmidt) og skilar sínu með ágætum, sjálfsagt betur en margir af hans þekktari kollegum hefðu gert. Diane Kruger er sömuleiðis fín í hlutverki móðurinnar, hinn svipsterki Jordi Mollà er eftirminnilegur skúrkur og gamla brýnið Sam Shepard er traustur að vanda. Útkoman verður þrælmögnuð spennumynd, sem bregður ljósi á vægðarlausan heim misskiptingar og skorts og spyr áleitinna siðferðisspurninga - meira en flestar kvikmyndir af þessari tegund gera nú til dags. Niðurstaða: Mjög vel heppnuð spennumynd sem spyr áleitinna siðferðisspurninga. Hugsanlega besta mynd Baltasars hingað til.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira