FIA staðfesti 14 ökumenn af 24 í Formúlu 1 2011 30. nóvember 2010 16:18 Hér er mynd af Formúlu 1ökumönnum sem óku í lokamótinu í Abu Dhabi á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham FIA, alþjóðabílasambandið sendi frá sér í dag lista yfir þá ökumenn sem hafa verið staðfestir hjá keppnisliðum fyrir næsta Formúlu 1 keppnistímabil. Enn eru 10 ökumannssæti af 24 óstaðfest samkvæmt lista FIA. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er með hið rómaða rásnúmer 1 með Red Bull sem heimsmeistari og liðsfélagi hans Mark Webber númer 2. Kapparnir fimm sem voru í hita leiksins í titislagnum eru allir keppendur á næsta ári, auk Vettels og Webber, þá eru Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Ferrari sem fyrr. Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams og enn á eftir að ákveða hver ekur með Robert Kubica hjá Renault. Þá er ekki búið að staðfesta ökumenn Force India, Torro Rosso, Hispania Racing Team og Virgin. Einn nýliði í Formúlu 1 er á listanum, en það er Sergio Perez frá Mexíkó sem ekur með Sauber á næsta ári ásamt Kamui Kobayashi. Ökumenn 2011 1. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Red Bull 2. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull 3. Jenson Button, Bretlandi, McLaren 4. Lewis Hamilton, Bretlandi, McLaren 5. Fernando Alonso, Spáni, Ferrari 6. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari 7. Michael Schumacher, Þýskalandi Mercedes 8. Nico Rosberg, Þýskalandi, Mercedes 9. Robert Kubica, Póllandi, Renault 10. óstaðfest, Renault 11. Rubens Barrichello, Brasilíu, Williams 12. óstaðfest, Williams 13. rásnúmer 13 ekki notað 14. óstaðfest, Force India 15. óstaðfest, Force India 16. Kamui Kobayahsi, Japan Sauber 17. Sergio Perez, Mexíkó Sauber 18. óstaðfest, Torro Rosso 19. óstaðfest, Torro Rosso 20. Jarno Trulli, Ítalíu Lotus 21. Heikki Kovalainen, Finnlandi Lotus 22. óstaðfest, HRT 23. óstaðfest, HRT 24. óstaðfest, VIRGIN 25. óstaðfest, VIRGIN Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA, alþjóðabílasambandið sendi frá sér í dag lista yfir þá ökumenn sem hafa verið staðfestir hjá keppnisliðum fyrir næsta Formúlu 1 keppnistímabil. Enn eru 10 ökumannssæti af 24 óstaðfest samkvæmt lista FIA. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er með hið rómaða rásnúmer 1 með Red Bull sem heimsmeistari og liðsfélagi hans Mark Webber númer 2. Kapparnir fimm sem voru í hita leiksins í titislagnum eru allir keppendur á næsta ári, auk Vettels og Webber, þá eru Jenson Button og Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Ferrari sem fyrr. Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams og enn á eftir að ákveða hver ekur með Robert Kubica hjá Renault. Þá er ekki búið að staðfesta ökumenn Force India, Torro Rosso, Hispania Racing Team og Virgin. Einn nýliði í Formúlu 1 er á listanum, en það er Sergio Perez frá Mexíkó sem ekur með Sauber á næsta ári ásamt Kamui Kobayashi. Ökumenn 2011 1. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Red Bull 2. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull 3. Jenson Button, Bretlandi, McLaren 4. Lewis Hamilton, Bretlandi, McLaren 5. Fernando Alonso, Spáni, Ferrari 6. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari 7. Michael Schumacher, Þýskalandi Mercedes 8. Nico Rosberg, Þýskalandi, Mercedes 9. Robert Kubica, Póllandi, Renault 10. óstaðfest, Renault 11. Rubens Barrichello, Brasilíu, Williams 12. óstaðfest, Williams 13. rásnúmer 13 ekki notað 14. óstaðfest, Force India 15. óstaðfest, Force India 16. Kamui Kobayahsi, Japan Sauber 17. Sergio Perez, Mexíkó Sauber 18. óstaðfest, Torro Rosso 19. óstaðfest, Torro Rosso 20. Jarno Trulli, Ítalíu Lotus 21. Heikki Kovalainen, Finnlandi Lotus 22. óstaðfest, HRT 23. óstaðfest, HRT 24. óstaðfest, VIRGIN 25. óstaðfest, VIRGIN
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira