Alcoa segir Norðmenn þurfa samkeppnishæft orkuverð 28. maí 2010 08:09 Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, segir að norsk stjórnvöld verði að stuðla að því að orkuverð í Noregi sé samkeppnishæft á alþjóðavísu ef takast á að laða að frekari fjárfestingar í áliðnaði til landsins.Þetta kemur fram í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar segir að Alcoa sé nú að íhuga að byggja nýtt álver í norðurhluta Noregs. Alcoa rekur þegar tvö álver í Noregi en samningar um orkuverð til þeirra renna út árið 2020.Kevin Lowry talsmaður Alcoa segir að fyrst þurfi að endurnýja núverandi orkusamninga áður en félagið taki ákvörðun um frekari fjárfestingar í Noregi.Blaðið Dagens Næringsliv segir að Alcoa áformi að byggja nýtt álver í Noregi á sömu línum og álver þeirri austur á fjörðum starfar. Þetta hefur blaðið eftir Bernt Reitan aðstoðarforstjóra Alcoa. Reitan segir að ef af þessum áformum verður myndi Alcoa verja 1,53 milljörðum dollara eða tæplega 200 milljörðum kr. í að byggja nýtt álver.Sem stendur er framleiðslugeta tveggja álvera Alcoa í Noregi 282 þúsund tonn á ári. Áformin um nýtt álver gera ráð fyrir framleiðslugetu upp á 350 þúsund tonn. Í frétt Bloomberg er Finnmörk nefnd sem hugsanleg staðsetning fyrir hið nýja álver. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, segir að norsk stjórnvöld verði að stuðla að því að orkuverð í Noregi sé samkeppnishæft á alþjóðavísu ef takast á að laða að frekari fjárfestingar í áliðnaði til landsins.Þetta kemur fram í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar segir að Alcoa sé nú að íhuga að byggja nýtt álver í norðurhluta Noregs. Alcoa rekur þegar tvö álver í Noregi en samningar um orkuverð til þeirra renna út árið 2020.Kevin Lowry talsmaður Alcoa segir að fyrst þurfi að endurnýja núverandi orkusamninga áður en félagið taki ákvörðun um frekari fjárfestingar í Noregi.Blaðið Dagens Næringsliv segir að Alcoa áformi að byggja nýtt álver í Noregi á sömu línum og álver þeirri austur á fjörðum starfar. Þetta hefur blaðið eftir Bernt Reitan aðstoðarforstjóra Alcoa. Reitan segir að ef af þessum áformum verður myndi Alcoa verja 1,53 milljörðum dollara eða tæplega 200 milljörðum kr. í að byggja nýtt álver.Sem stendur er framleiðslugeta tveggja álvera Alcoa í Noregi 282 þúsund tonn á ári. Áformin um nýtt álver gera ráð fyrir framleiðslugetu upp á 350 þúsund tonn. Í frétt Bloomberg er Finnmörk nefnd sem hugsanleg staðsetning fyrir hið nýja álver.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira