„Þá fæðir þú bara, góða mín“ Gerður Kristný skrifar 11. janúar 2010 06:00 Reglulega færa fjölmiðlar okkur æsilegar fréttir af sjúkraflutningamönnum sem taka á móti barni. Ég man sérstaklega eftir einni frá 10. áratugnum sem flutt var á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni. Maður að nafni Snorri hafði tekið á móti barni á Snorrabraut. Það fannst fréttamanninum skemmtileg tilviljun og notaði oft í frásögninni. Í síðustu viku birtist frétt um sama efni á vef Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi undir fyrirsögninni: „Einstök upplifun að taka á móti barni". Þegar vefur Morgunblaðsins, mbl.is, tók upp fréttina var fyrirsögnin orðin að „Sjúkraflutningamenn tóku á móti barni". Fréttirnar eru nokkurn veginn samhljóma. Þar segir: „Ekki var að sökum að spyrja þegar inn á heimilið var komið. Konan, Birna Skarphéðinsdóttir, stundi því upp að hún héldi að barnið væri að koma. „Þá fæðir þú bara, góða mín," svaraði Gísli og þóttist hvergi láta sér bregða enda þaulvanur bústörfum." Síðan er haft eftir honum hvað hann hafi orðið glaður þegar hann heyrði barnið gráta og ánægjulegt að bæði móður og barni skuli heilsast vel. Reynsla sjúkraflutningamannsins er vitaskuld allrar athygli verð en mér finnst samt furðum sæta hvað móðirin skiptir litlu máli í frásögninni. Nafnið hennar birtist þarna og hæg heimatökin að slá á þráðinn, sér í lagi fyrir starfsmenn mbl.is, sem við skulum gefa okkur að séu vanir blaðamenn. Flestar konur gera sér í hugarlund við hvers konar aðstæður þær vilja fæða börn sín og kynna sér vel möguleikana sem eru í boði. Þess vegna væri áhugavert að vita hvernig móðurinni fannst að fæða barnið við þær aðstæður sem örlögin skenktu henni. Hvernig leið henni? Varð hún hrædd? Hvar var pabbinn staddur meðan á fæðingunni stóð? Eiga þau fleiri börn? Við hvernig aðstæður fæddust þau þá? Margar kannanir hafa leitt í ljós að íslenskir fjölmiðlar tala mun sjaldnar við konur en karla. Þess vegna kemur mér alltaf jafnmikið á óvart að fjölmiðlafólk skuli láta sér úr greipum ganga jafn gullvægt tækifæri og þarna bauðst. Og það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti því fyrir fáeinum árum sagði Fréttablaðið frá því að fimm leikkonur Borgarleikhússins væru á leið í barneignarleyfi og ræddu af því tilefni við… jú, Halldór Gylfason, kollega þeirra! Fæðingarsögur geta allt í senn verið fullar spennu, hættu, fegurð, gleði og ólýsanlegri sorg - jafnvel þótt barnið reynist fullkomnara en allt sem fullkomið er. Ég vil heyra þær frá mæðrunum sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Reglulega færa fjölmiðlar okkur æsilegar fréttir af sjúkraflutningamönnum sem taka á móti barni. Ég man sérstaklega eftir einni frá 10. áratugnum sem flutt var á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni. Maður að nafni Snorri hafði tekið á móti barni á Snorrabraut. Það fannst fréttamanninum skemmtileg tilviljun og notaði oft í frásögninni. Í síðustu viku birtist frétt um sama efni á vef Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi undir fyrirsögninni: „Einstök upplifun að taka á móti barni". Þegar vefur Morgunblaðsins, mbl.is, tók upp fréttina var fyrirsögnin orðin að „Sjúkraflutningamenn tóku á móti barni". Fréttirnar eru nokkurn veginn samhljóma. Þar segir: „Ekki var að sökum að spyrja þegar inn á heimilið var komið. Konan, Birna Skarphéðinsdóttir, stundi því upp að hún héldi að barnið væri að koma. „Þá fæðir þú bara, góða mín," svaraði Gísli og þóttist hvergi láta sér bregða enda þaulvanur bústörfum." Síðan er haft eftir honum hvað hann hafi orðið glaður þegar hann heyrði barnið gráta og ánægjulegt að bæði móður og barni skuli heilsast vel. Reynsla sjúkraflutningamannsins er vitaskuld allrar athygli verð en mér finnst samt furðum sæta hvað móðirin skiptir litlu máli í frásögninni. Nafnið hennar birtist þarna og hæg heimatökin að slá á þráðinn, sér í lagi fyrir starfsmenn mbl.is, sem við skulum gefa okkur að séu vanir blaðamenn. Flestar konur gera sér í hugarlund við hvers konar aðstæður þær vilja fæða börn sín og kynna sér vel möguleikana sem eru í boði. Þess vegna væri áhugavert að vita hvernig móðurinni fannst að fæða barnið við þær aðstæður sem örlögin skenktu henni. Hvernig leið henni? Varð hún hrædd? Hvar var pabbinn staddur meðan á fæðingunni stóð? Eiga þau fleiri börn? Við hvernig aðstæður fæddust þau þá? Margar kannanir hafa leitt í ljós að íslenskir fjölmiðlar tala mun sjaldnar við konur en karla. Þess vegna kemur mér alltaf jafnmikið á óvart að fjölmiðlafólk skuli láta sér úr greipum ganga jafn gullvægt tækifæri og þarna bauðst. Og það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti því fyrir fáeinum árum sagði Fréttablaðið frá því að fimm leikkonur Borgarleikhússins væru á leið í barneignarleyfi og ræddu af því tilefni við… jú, Halldór Gylfason, kollega þeirra! Fæðingarsögur geta allt í senn verið fullar spennu, hættu, fegurð, gleði og ólýsanlegri sorg - jafnvel þótt barnið reynist fullkomnara en allt sem fullkomið er. Ég vil heyra þær frá mæðrunum sjálfum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun