Spássían yfir alla síðuna 30. júní 2010 16:15 Fjallað verður um þættina The Wire í nýja tímaritinu en hér sést Jón Gnarr gefa Degi B. Eggertssyni eintak af þáttunum. Sumarkiljurnar, játningar útrásarvíkinga og The Wire eru meðal umfjöllunarefna í Spássíunni, nýju tímariti um bókmenntir og listir. Nýtt menningartímarit, Spássían, kemur út á morgun. Útgefendur og ritstjórar blaðsins eru bókmenntafræðingarnir Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir. Þær segja markmið blaðsins fyrst og fremst að mæta eftirspurn eftir umræðu um bókmenntir en einnig verður fjallað um aðrar listgreinar. Auður og Ásta hafa áður gert útvarpsþætti um bókmenntir á Rás 1. „Þar lékum við okkur aðeins að forminu, brutum umfjöllunina upp með tónlist og fleiru og og brugðum upp ýmsum sjónarhornum," segir Ásta. „Okkur langaði til að gera eitthvað svipað í tímaritsformi og höfum gengið með þessa hugmynd í maganum árum saman. Það má svo segja að hún hafi fæðst fyrir tveimur mánuðum, þegar við ákváðum að gefa út tímarit með menningarlegum áherslum fyrir sumarið." Efnistökin eru fjölbreytt. Í fyrsta tímaritinu er meðal annars fjallað um sumarmenninguna: bækur, tónlist, leiklist og kvikmyndir. Játningar útrásarvíkinga eru settar í bókmenntalegt og trúarlegt samhengi, fjallað er um sjónvarpsþáttinn The Wire og framtíð karlmennskunnar. „Við lögðum upp með að gefa út rit með almennri umfjöllun um menningu í bland við fræðilega," segir Ásta, „við vildum ekki ryðjast inn á svið rita á borð við TMM, heldur hafa þetta aðeins óformlegra." Af því dregur Spássían einmitt heiti sitt; á spássíum bóka hefur óformleg umræða og listsköpun farið fram í aldaraðir. Auður og Ásta skrifa megnið af efni fyrsta tölublaðsins en aðrir pennar koma líka við sögu. Spássían verður fáanleg í öllum helstu bókaverslunum. Stefnt er að því að ritið komi út ársfjórðungslega og vonast Auður og Ásta til að koma út tveimur tölublöðum í viðbót á þessu ári, öðru í haust og því þriðja fyrir jól. bergsteinn@frettabladid.is Innlent Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Sjá meira
Sumarkiljurnar, játningar útrásarvíkinga og The Wire eru meðal umfjöllunarefna í Spássíunni, nýju tímariti um bókmenntir og listir. Nýtt menningartímarit, Spássían, kemur út á morgun. Útgefendur og ritstjórar blaðsins eru bókmenntafræðingarnir Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir. Þær segja markmið blaðsins fyrst og fremst að mæta eftirspurn eftir umræðu um bókmenntir en einnig verður fjallað um aðrar listgreinar. Auður og Ásta hafa áður gert útvarpsþætti um bókmenntir á Rás 1. „Þar lékum við okkur aðeins að forminu, brutum umfjöllunina upp með tónlist og fleiru og og brugðum upp ýmsum sjónarhornum," segir Ásta. „Okkur langaði til að gera eitthvað svipað í tímaritsformi og höfum gengið með þessa hugmynd í maganum árum saman. Það má svo segja að hún hafi fæðst fyrir tveimur mánuðum, þegar við ákváðum að gefa út tímarit með menningarlegum áherslum fyrir sumarið." Efnistökin eru fjölbreytt. Í fyrsta tímaritinu er meðal annars fjallað um sumarmenninguna: bækur, tónlist, leiklist og kvikmyndir. Játningar útrásarvíkinga eru settar í bókmenntalegt og trúarlegt samhengi, fjallað er um sjónvarpsþáttinn The Wire og framtíð karlmennskunnar. „Við lögðum upp með að gefa út rit með almennri umfjöllun um menningu í bland við fræðilega," segir Ásta, „við vildum ekki ryðjast inn á svið rita á borð við TMM, heldur hafa þetta aðeins óformlegra." Af því dregur Spássían einmitt heiti sitt; á spássíum bóka hefur óformleg umræða og listsköpun farið fram í aldaraðir. Auður og Ásta skrifa megnið af efni fyrsta tölublaðsins en aðrir pennar koma líka við sögu. Spássían verður fáanleg í öllum helstu bókaverslunum. Stefnt er að því að ritið komi út ársfjórðungslega og vonast Auður og Ásta til að koma út tveimur tölublöðum í viðbót á þessu ári, öðru í haust og því þriðja fyrir jól. bergsteinn@frettabladid.is
Innlent Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Sjá meira