FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu 12. október 2010 09:08 Charlie Whiting hefur verið keppnisstjóri FIA í mörg ár. Mynd: Getty Images Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. En Charlie Whiting hjá FIA, sem er keppnisstjóri á Formúlu 1 mótum hefur skoðað brautina og gefið leyfi fyrir því að mótið fari fram samkvæmt frétt á autosport.com. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað brautir síðustu ára. Yung Cho Chung sem er einn af þeim sem er forsvari fyrir brautina í Suður Kóreu sagði að mótið myndi vekja mikinn áhuga í landinu. "Við erum ánægðir að FIA er sátt við gang mála og Kórean býður Formúlu 1 geirann velkominn á brautina. Brautin hefur verið hönnuð og smíðuð í hæsta gæðaflokki og verður miðstöð akstursíþrótta í landinu", sagði Chung. Niðurstaða FIA er trúlega léttir fyrir McLaren ökumennina Lewis Hamilton og Jenson Button, sem töpuðu stigum á forystumanninn Mark Webber í stigamóti ökumanna í Japan á sunnudag. Ef mótið hefði ekki farið fram þá hefðu þeir aðeins tvö mót til að vinna sig upp, en hafa núna þrjú. Mótið í Suður Kóreu er á dagskrá 24. október, en síðan verður keppt í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. En Charlie Whiting hjá FIA, sem er keppnisstjóri á Formúlu 1 mótum hefur skoðað brautina og gefið leyfi fyrir því að mótið fari fram samkvæmt frétt á autosport.com. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað brautir síðustu ára. Yung Cho Chung sem er einn af þeim sem er forsvari fyrir brautina í Suður Kóreu sagði að mótið myndi vekja mikinn áhuga í landinu. "Við erum ánægðir að FIA er sátt við gang mála og Kórean býður Formúlu 1 geirann velkominn á brautina. Brautin hefur verið hönnuð og smíðuð í hæsta gæðaflokki og verður miðstöð akstursíþrótta í landinu", sagði Chung. Niðurstaða FIA er trúlega léttir fyrir McLaren ökumennina Lewis Hamilton og Jenson Button, sem töpuðu stigum á forystumanninn Mark Webber í stigamóti ökumanna í Japan á sunnudag. Ef mótið hefði ekki farið fram þá hefðu þeir aðeins tvö mót til að vinna sig upp, en hafa núna þrjú. Mótið í Suður Kóreu er á dagskrá 24. október, en síðan verður keppt í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira