Hamilton segist þurfa kraftaverk, en McLaren stjórinn ekki sammála 8. nóvember 2010 14:10 McLaren liðið hefur unnið nokkra sigra á árinu og þeir fögnuðu m.a. tvöföldum sigri í Kína á þessu ári.Martin Whitmarsh fagnar hér með Lewis Hamilton og Jenson Button. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh. Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti