Virðing Alþingis Ólafur Stephensen skrifar 11. júní 2010 06:00 Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður. Þetta gerist alltaf með sama hætti. Ríkisstjórnin stendur ekki sína plikt og kemur alltof seint með stór mál inn í þingið. Að þessu sinni er ágætt dæmi frumvarpið um endurskipulagningu stjórnarráðsins, sameiningu og fækkun ráðuneyta. Stjórnarandstaðan fellur í freistni málþófsins þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Að þessu sinni var það frumvarpið um stjórnlagaþing, sem varð fórnarlamb hótana um málþóf og nokkurra sýnishorna af leiðindunum og þruglinu, sem koma skyldi ef ríkisstjórnin léti ekki undan. Enda var málið tekið af dagskrá og enn er óljóst hvernig stjórnmálaflokkarnir telja sig geta náð samkomulagi um lýðræðisumbætur. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn telja enn að Alþingi eigi ekki að vísa frá sér því verkefni að endurskoða stjórnarskrána, þótt því hafi mistekizt það ítrekað undanfarin 65 ár eða svo. Svo byrja kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn eru orðnir þreyttir og gera alls konar mistök í vinnunni. Mörg dómsmál hafa verið flutt vegna galla í lagasetningu á lokasprettinum fyrir þinglok, sum hver skattgreiðendum dýr. Og auðvitað upphófst hefðbundið en innihaldsrýrt rifrildi um það hvort halda eigi næturfundi á Alþingi eða ekki. Þegar svona stutt er til þingloka er líka eins og þingmenn fari upp til hópa á taugum, kannski yfir því að þingið sé að verða búið og þeim hafi ekki tekizt að vekja athygli á sér sem skyldi, og verði þá óvenjulega aðgangsharðir, ósanngjarnir og orðljótir. Ágætt dæmi birtist í gær þegar Björn Valur Gíslason missti út úr sér órökstuddar dylgjur um tengsl Sigurðar Kára Kristjánssonar við útlenda lögfræðistofu og neyddist til að biðja afsökunar - eftir fremur vanstillta umræðu, sem var ekkert mjög þörf svona á síðustu dögum þingsins þegar fjöldi mála bíður afgreiðslu. Sama má segja um rifrildin um styrkjamál flokkanna og launamál Seðlabankastjórans. Þetta eru ekki málin sem brýnast er að ræða í þingsölum nákvæmlega núna. Sumar uppákomurnar eru hlægilegri en aðrar, eins og þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað fjármálaráðherrann að hlutast til um að Evrópusambandið tæki ekki ákvörðun um aðildarviðræður við Ísland á 17. júní af því að það væri svo niðurlægjandi. Svo skilja þingmenn ekkert í því að virðing Alþingis og traust almennings á löggjafarsamkundunni er í algjöru lágmarki samkvæmt könnunum. Dettur þeim ekki í hug að læra af reynslunni, skipuleggja sig betur, gæta orða sinna og vinna í sæmilegri eindrægni að því að leysa úr þeim brýna vanda, sem blasir við þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður. Þetta gerist alltaf með sama hætti. Ríkisstjórnin stendur ekki sína plikt og kemur alltof seint með stór mál inn í þingið. Að þessu sinni er ágætt dæmi frumvarpið um endurskipulagningu stjórnarráðsins, sameiningu og fækkun ráðuneyta. Stjórnarandstaðan fellur í freistni málþófsins þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Að þessu sinni var það frumvarpið um stjórnlagaþing, sem varð fórnarlamb hótana um málþóf og nokkurra sýnishorna af leiðindunum og þruglinu, sem koma skyldi ef ríkisstjórnin léti ekki undan. Enda var málið tekið af dagskrá og enn er óljóst hvernig stjórnmálaflokkarnir telja sig geta náð samkomulagi um lýðræðisumbætur. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn telja enn að Alþingi eigi ekki að vísa frá sér því verkefni að endurskoða stjórnarskrána, þótt því hafi mistekizt það ítrekað undanfarin 65 ár eða svo. Svo byrja kvöld- og næturfundirnir, þar sem þingmenn eru orðnir þreyttir og gera alls konar mistök í vinnunni. Mörg dómsmál hafa verið flutt vegna galla í lagasetningu á lokasprettinum fyrir þinglok, sum hver skattgreiðendum dýr. Og auðvitað upphófst hefðbundið en innihaldsrýrt rifrildi um það hvort halda eigi næturfundi á Alþingi eða ekki. Þegar svona stutt er til þingloka er líka eins og þingmenn fari upp til hópa á taugum, kannski yfir því að þingið sé að verða búið og þeim hafi ekki tekizt að vekja athygli á sér sem skyldi, og verði þá óvenjulega aðgangsharðir, ósanngjarnir og orðljótir. Ágætt dæmi birtist í gær þegar Björn Valur Gíslason missti út úr sér órökstuddar dylgjur um tengsl Sigurðar Kára Kristjánssonar við útlenda lögfræðistofu og neyddist til að biðja afsökunar - eftir fremur vanstillta umræðu, sem var ekkert mjög þörf svona á síðustu dögum þingsins þegar fjöldi mála bíður afgreiðslu. Sama má segja um rifrildin um styrkjamál flokkanna og launamál Seðlabankastjórans. Þetta eru ekki málin sem brýnast er að ræða í þingsölum nákvæmlega núna. Sumar uppákomurnar eru hlægilegri en aðrar, eins og þegar þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað fjármálaráðherrann að hlutast til um að Evrópusambandið tæki ekki ákvörðun um aðildarviðræður við Ísland á 17. júní af því að það væri svo niðurlægjandi. Svo skilja þingmenn ekkert í því að virðing Alþingis og traust almennings á löggjafarsamkundunni er í algjöru lágmarki samkvæmt könnunum. Dettur þeim ekki í hug að læra af reynslunni, skipuleggja sig betur, gæta orða sinna og vinna í sæmilegri eindrægni að því að leysa úr þeim brýna vanda, sem blasir við þjóðinni?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun