Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því í dag að leikkonan Jenny McCarthy fái greiddar 25 milljónir dollara (ríflega þrjá milljarða króna) eftir sambandsslitin við leikarann Jim Carrey.
Parið gifti sig aldrei en þau gerðu víst með sér sáttmála þar sem kom fram að hún fengi bætur samt sem áður. Þær hljóða upp á fimm milljónir dollara fyrir hvert ár með leikaranum.
Einhverjir telja að svona hafi Jim Carrey róað hana þegar hún fór að velta brúðkaupi fyrir sér. Sá ráðahagur hafi ekki hentað honum á meðan henni var umhugað um fjárhag sinn og sonar síns, sem er sjö ára og einhverfur.
Í samningnum er víst einnig kveðið á um það að hún megi ekki tjá sig um sambandið og athafnir Jim. Meðal þess sem ekki má koma fram er að hann á það til að loka sig inni í marga klukkutíma og biðja fyrir framan Búddalíkneski.

