Bókin um Bigga Ragna Sigurðardóttir skrifar 31. október 2010 07:00 Birgir Andrésson. Bókmenntir **** Birgir Andrésson - Í íslenskum litum eftir Þröst HelgasonHvers vegna skrifar bókmenntafræðingur bók um myndlistarmann? Þrjár ástæður liggja beint við. Í fyrsta lagi voru Þröstur Helgason og Birgir Andrésson góðir vinir og grannar. Ef það er ekki gild ástæða til að skrifa bók veit ég ekki hvað. Í öðru lagi er list Birgis heitins, (1955-2007), að einhverju leyti tengd ljóðlist eins og títt er um íslenska hugmyndalist. Í þriðja lagi skapaði Birgir megnið af list sinni á tímum þegar myndlist og bókmenntir, listfræði og bókmenntafræði tengdust sameiginlegum, alþjóðlegum straumum og stefnum.Bókin um Bigga er ekki stór í broti en hún er fallega frágengin. Framsetning texta minnir á ljóðabók, sums staðar aðeins örfáar línur á síðu, orðin fá að lifa. Persónuleg nálgun Þrastar kemur sterkt fram við hlið fræðilegrar umfjöllunar um list Birgis og vangaveltna um íslenska menningu, uppruna og þróun, en þetta þrennt er uppistaða bókarinnar.Bókin um Bigga er ekki skrifuð fyrir myndlistarmenn heldur fyrir alla. Þröstur leggur sig fram við að setja flóknar hugmyndir fram á einfaldan og lipran hátt í stuttu máli, upplýsir án þess að íþyngja. Hann hefur tilfinningu fyrir texta, nær að fanga persónu Birgis. Fléttun hins innilega og þess fræðilega gengur vel upp, þar sem eitt tekur við af öðru á áreynslulausan hátt.Fræðileg nálgun Þrastar snýst annars vegar um að finna kjarnann í list Birgis. Hann segir sem svo að Birgir hafi leitast við að birta þá þætti íslenskrar menningar sem voru og eru við það að hverfa. Þetta má til sanns vegar færa og auðveldar skilning á list hans. Hins vegar leitast Þröstur við að setja list Birgis í alþjóðlegt samhengi. Birgir vann að list sinni á tímum þegar myndlistarmenn voru mjög meðvitaðir um þá fræðimenn sem Þröstur nefnir. Á níunda og tíunda áratugnum var enginn maður með mönnum nema hafa lesið Baudrillard, Barthes, Derrida, Foucault, Kristevu og fleiri. Hugmyndir þeirra voru á sveimi, það var stöðugt vitnað til þeirra, í umræðunni, í samtölum manna á milli, í tímaritum. Það skiptir varla máli hvort Birgir las þessar bækur, hugmyndir þeirra gegnsýrðu allan myndlistarheiminn um áratuga skeið.Birgir sneri kannski ekki fræðilegu hliðinni upp, en hún kemur skýrt fram í verkum hans, í samtölum hans við Þröst og einnig í áður óbirtu viðtali Andreas Meiers við Birgi frá 1991. Hér birtist íslenskur myndlistarmaður í því alþjóðlega samhengi sem íslensk myndlist og bókmenntir eru órjúfanlegur hluti af. Nú er ekki þar með sagt að ekki mætti skrifa einhvern veginn öðruvísi bók um list Birgis Andréssonar. Það er kostur á bók Þrastar að hún útilokar það ekki, Þröstur "afgreiðir" ekki Birgi í eitt skipti fyrir öll. Hann skapar dýrmæta mynd af Birgi og blæs lífi í list hans, án þess þó að eiga síðasta orðið. Það á Birgir alltaf sjálfur í verkum sínum.Niðurstaða: Hér er vináttu og fræðum fléttað listilega saman. Þröstur Helgason varpar skýru ljósi á list Birgis Andréssonar í íslensku og alþjóðlegu samhengi og dregur upp innilega mynd af þeim einstaka manni sem hann hafði að geyma. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bókmenntir **** Birgir Andrésson - Í íslenskum litum eftir Þröst HelgasonHvers vegna skrifar bókmenntafræðingur bók um myndlistarmann? Þrjár ástæður liggja beint við. Í fyrsta lagi voru Þröstur Helgason og Birgir Andrésson góðir vinir og grannar. Ef það er ekki gild ástæða til að skrifa bók veit ég ekki hvað. Í öðru lagi er list Birgis heitins, (1955-2007), að einhverju leyti tengd ljóðlist eins og títt er um íslenska hugmyndalist. Í þriðja lagi skapaði Birgir megnið af list sinni á tímum þegar myndlist og bókmenntir, listfræði og bókmenntafræði tengdust sameiginlegum, alþjóðlegum straumum og stefnum.Bókin um Bigga er ekki stór í broti en hún er fallega frágengin. Framsetning texta minnir á ljóðabók, sums staðar aðeins örfáar línur á síðu, orðin fá að lifa. Persónuleg nálgun Þrastar kemur sterkt fram við hlið fræðilegrar umfjöllunar um list Birgis og vangaveltna um íslenska menningu, uppruna og þróun, en þetta þrennt er uppistaða bókarinnar.Bókin um Bigga er ekki skrifuð fyrir myndlistarmenn heldur fyrir alla. Þröstur leggur sig fram við að setja flóknar hugmyndir fram á einfaldan og lipran hátt í stuttu máli, upplýsir án þess að íþyngja. Hann hefur tilfinningu fyrir texta, nær að fanga persónu Birgis. Fléttun hins innilega og þess fræðilega gengur vel upp, þar sem eitt tekur við af öðru á áreynslulausan hátt.Fræðileg nálgun Þrastar snýst annars vegar um að finna kjarnann í list Birgis. Hann segir sem svo að Birgir hafi leitast við að birta þá þætti íslenskrar menningar sem voru og eru við það að hverfa. Þetta má til sanns vegar færa og auðveldar skilning á list hans. Hins vegar leitast Þröstur við að setja list Birgis í alþjóðlegt samhengi. Birgir vann að list sinni á tímum þegar myndlistarmenn voru mjög meðvitaðir um þá fræðimenn sem Þröstur nefnir. Á níunda og tíunda áratugnum var enginn maður með mönnum nema hafa lesið Baudrillard, Barthes, Derrida, Foucault, Kristevu og fleiri. Hugmyndir þeirra voru á sveimi, það var stöðugt vitnað til þeirra, í umræðunni, í samtölum manna á milli, í tímaritum. Það skiptir varla máli hvort Birgir las þessar bækur, hugmyndir þeirra gegnsýrðu allan myndlistarheiminn um áratuga skeið.Birgir sneri kannski ekki fræðilegu hliðinni upp, en hún kemur skýrt fram í verkum hans, í samtölum hans við Þröst og einnig í áður óbirtu viðtali Andreas Meiers við Birgi frá 1991. Hér birtist íslenskur myndlistarmaður í því alþjóðlega samhengi sem íslensk myndlist og bókmenntir eru órjúfanlegur hluti af. Nú er ekki þar með sagt að ekki mætti skrifa einhvern veginn öðruvísi bók um list Birgis Andréssonar. Það er kostur á bók Þrastar að hún útilokar það ekki, Þröstur "afgreiðir" ekki Birgi í eitt skipti fyrir öll. Hann skapar dýrmæta mynd af Birgi og blæs lífi í list hans, án þess þó að eiga síðasta orðið. Það á Birgir alltaf sjálfur í verkum sínum.Niðurstaða: Hér er vináttu og fræðum fléttað listilega saman. Þröstur Helgason varpar skýru ljósi á list Birgis Andréssonar í íslensku og alþjóðlegu samhengi og dregur upp innilega mynd af þeim einstaka manni sem hann hafði að geyma.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira